Blanda - 01.01.1936, Page 278
272
in. Á gangstéttinni i Hruna víkur Eiríkur sér a8
Rannveigu og segir: „Var elcki harðhryggjað hjá
þér, Rannveig?" Þá svarar hún: „Læt ég það vera
fyrir þá, sem heilir eru, en eins og þú veizt, Eirík-
ur, þá þola lærin mín ekkert harðhnjask núna.“ Ei-
ríkur sagðí siðar við kunningja sinn: „Það var eins
og ég ætti krakkann i kerlingarfj......Einar hafði
verið greindur maður og manna fróðastur í ritning-
unni, og vitnaði oft í hana. Búmaður var Einar góð-
ur, átti hann fjölda sauðfjár og treysti mjög á beit-
ina. Einu sinni varð Einar heylaus fyrir hundrað
sauði, sem hann hafði frammi í Sauðhúsdal. Fékk
Einar þá leyfi hjá bóndanum á Sólheimum, að hann
mætti sækja til hans hey, eins og hann þyrfti með,
en aldrei meira í einu, en hann gæti borið á sjálf-
um sér. I viku sótti Einar hey út að Sólheimum
og bar á bakinu, eins og hann mest gat borið. Þetta
bjargaði sauðunum, en mjóir höfðu þeir verið, þeg-
ar jörð kom upp. Einar og Rannveig áttu n börn,
en ein þrjú komust til fullorðins ára. Tel ég börn-
in upp, til þess að menn nú sjái, hve ægilegur ung-
barnadauði hefir átt sér stað á fyrri tímum.
Einar Einarsson, fæddur 14. nóv. 1845 ! dáinn 20.
s. m.
Margrét Einarsdóttir, fædd 9. maí 1847; dáin 12.
s. m.
Jóreiður Einarsdóttir, fædd 27. maí 1850; dáin s. á.
Arnþrúður Einarsdóttir, fædd 23. okt. 1851; dá-
in s. á.
Steindór Einarsson, fæddur 29. júlí 1855; dáinn
30. apríl 1857.
Einar Einarsson, II., fæddur 12. okt. 1858; dáinn
4. júlí 1860.