Blanda - 01.01.1936, Page 279
273
Rannveig Einarsdóttir, fædd 12. maí 1860; dáin
1861.
SigriSur Einarsdóttir, fædd 2. okt. 1864; dáin 1870.
Þessi komust til fullorðinsára:
Margrét Einarsdóttir, fædd 26. júlí 1848.
Einar Einarsson, fæddur 24. sept. 1853.
Sæmundur Einarsson, fæddur 20. júlí 1857.
Einar Einarsson Jónssonar var stór maÖur, lotinn
í herÖum, smáfelldur í andliti, með kragaskegg, eins
og þá tíðkaðizt. Hann dó í Laxárdal 1877. Eftir
lát hans býr Rannveig ekkja hans á jörðinni til 1880.
Þá tekur jörðina til ábúðar Einar sonur Rannveig-
ar og Einars. Einar yngsti var kvæntur Sigríði Jóns-
dóttur, bónda i Hörgsdal í Hrunamannahreppi, Jóns-
sonar bónda á Helgastöðum, síðar í Hörgsholti,
Magnúsar bónda i Steinsholti í Gnúpverjahreppi,
Jónssonar bónda í Haga í sömu sveit, Halldórssonar.
Móðir Sigríðar konu Einars var Guðrún hin fróða
Snorradóttir, bónda á Kluftum, Halldórssonar bónda
i Jötu, Jónssonar í Tungufelli. Var hann hálfbróðir
séra Kolbeins prests í Miðdal í Laugardal.
Einar Einarsson yngsti var mesti listamaður. Var
hann einn af þeim mönnum, sem flest lá opið fyrir,
bæði til munns og handa. Saumavél smiðaði hann,
sem reyndist vel nothæf. Orgel smiðaði hann. Voru
þau sterk og raddmikil, en fína tóna vantaði í þau.
Á þessum árum voru hljóðfæri að ryðja sér til rúms
1 kirkjum víðs vegar. Á safnaðarfundi var Einar
kjörinn til að læra að leika á orgel í Hrunakirkju.
Lærði hann orgelslátt hjá Bjarna organleikara í Götu
a Stokkseyri, Pálssonar á Syðra-Seli. Einar var hjá
Bjarna einn mánuð. Þegar Einar kom heim aftur,
spilaði hann á orgelið við messugjörð í Hrunakirkju.
Blanda VI. 18