Blanda - 01.01.1936, Page 280
274
Þetta þótti einsdæmi. Einar átti heimilisorgel, og
var ekki laust viÖ, aÖ hann fengi ámæli fyrir hjá
náunganum. Var álit manna, aÖ honum væri sæmra
að láta fé sitt í eitthvað annað en þennan óþarfa.
1 brúðkaupi sínu spilaði Einar á orgel heima hjá
sér, og þótti boðsgestum það nýstárleg skemmtun.
Séra Valdemar Briem var í brúðkaupi Einars og
Sigríðar, og orti hann brúðhjónavísur, eins og þá
var venja, og minnist í þeim á hljóðfærasláttinn.
Einar byrjaði búskap á einhverjum hinum erfiðustu
tímum 19. aldarinnar, hvað tíðarfar snertir, gadda-
veturinn 1881 og svo harða vorið, oft nefnt fellis-
vorið, 1882. Hefir Einar orðið fyrir þungum búsifj-
um af völdum tíðarfarsins. Sagði hann lausri jörð-
inni og fluttist til Hafnarf jarðar árið 1883. í Hafnar-
firði dvaldist hann til dauðadags, hinn 7. janúar 1891.
Börn Einars og Sigríðar, þau er komust til full-
orðins ára, eru: Rannveig kona Þorkels veðurfræð-
ings Þorkelssonar, Guðfinna, kona Páls járnsmiðs
Magnússonar, og Sigurður Hlíðar, dýralæknir á Ak-
ureyri. Sigríður Jónsdóttir, ekkja Einars, giftist aft-
ur Guðmundi bónda á Úlfarsfelli í Mosfellssveit.
Sæmundur bróðir Einars tók Laxárdalinn til ábúð-
ar, er Einar fór þaðan, og bjó þar til dauðadags,
16. ágúst 1886. Sæmundur giftist ekki. Margrét, syst-
ir Einars og Sæmundar, giftist ekki, en átti son, er
Einar hét, og dó hann ungur. Margrét flæktist víða,
og var henni borið það, að hún væri nokkuð fjöl-
lynd. En Margrét hefir ekki látið sér allt fyrir
brjósti brenna, því að sagt er, að hún hafi farið
upp snarbratta bjargskoru austan í Bláhylshnúk. Blá-
hylshnúkur er gnæfandi hátt standberg, og rennur
Stóra-Laxá fast með berginu, og er þar lygn og mjó.
1 frostum leggur ís þarna fyrr en ána leggur annars