Blanda - 01.01.1936, Page 281
275
sta'ðar. En af þessari ísspöng er ekki hægt aÖ hafa
not, nema aÖ fara upp þessa skoru í berginu. En
sú leiÖ sýnist ekki fær, nema vönum bjargmönnum.
Þarna fór Margrét upp, og ber skoran nafn af henni
og heitir Möngukleif. Margrét dó ógift í Reykja-
vik 1920.
Eitt af börnum Einars Jónssonar í Laxárdal var
ArnþrúÖur. Hún átti Jón bónda í Minni-Mástungu.
Jón var fæddur í Uppsölum í Norðurárdal í Borg-
arfirði, en faðir hans var Guðmundur bóndi í Upp-
sölum, Þorsteinsson í Dalsmynni, Jónssonar. Kona
Guðmundar var Sigriður Jónsdóttir bónda í Unnar-
holti í Ytrihrepp, Jónssonar í Gröf í sama hrepp.
En kona Jóns, móðir Sigríðar, var Þuríður Jóns-
dóttir bryta i Skálholti, í tíð Jóns biskups Árnason-:
ar. Jón bryti hafði verið orðlagður reikningsmaður.
Hann bjó í Traðarholti og síðar á Leiðólfsstöðum
í Flóa. Jón bryti var fæddur 1690. Faðir hans var
Bjarni bóndi á Heimalandi hjá Hraungerði, fæddur
1664, en faðir hans var Sighvatur bóndi á Sviðu-
görðum. Ein systir Jóns bryta átti Mag. Bjarna
Jónsson, skólameistara í Skálholti. Hún hét Guðrún.
Jón og Þuríður reistu bú í Unnarholti. Þau gift-
ust 1765. Áttu þau 15 börn, og eru þessi nefnd:
Valgerður, sem átti Gísla Gamalielsson, bónda á
Hæli; Guðlaug, kona séra Tómasar prests í Villinga-
holti; Guðrún, kona Bjarna bónda á Þorsteinsstöð-
um í Haukadal i Dalasýslu; Sigríður, kona Guðmund-
ar bónda á Uppsölum, og Árni, er giftist vestra og
^jó á Hreinsstöðum í Laxárdal. Tildrög til þess, að
þessi systkin fluttust vestur, voru þessi:
Jón í Unnarholti, maður Þuríðar, dóttur Jóns
bryta, missti föður sinn, er hann var barn að aldri.
Foðursystir hans tók hann þá til fósturs. Hún hét
18*