Blanda - 01.01.1936, Page 282
276
SigríÖur, en maður hennar Bjarni. Þau bjuggu í
Unnarholti, og voru barnlaus og auðug vel. Gáíu
þau Jóni, fóstursyni sínum, allt eftir sinu dag. Þá
er Bjarni var dáinn, fékk Sigríður Jóni búið í hend-
ur. En með því að ómegð hlóðst á Jón, mátti hann
ekki rönd við reisa og gekk fé hans til þurðar. Varð
hann fátækur mjög. Sigríður, fóstra Jóns, varð há-
öldruð, og dó hún hjá þeim. Þá er hún var jörð-
uð, var Mag. Bjarni Jónsson við jarðarförina. Hann
var þá skólarektor og bjó í Auðsholti og var auð-
ugur að fé. Sóknarpresturinn, er jarðsöng Sigríði,
var séra Sigurður Þorleifsson í Hrepphólum. í Unn-
arholti var setið að erfidrykkju, sem venja var þá.
Þuríður hafði þá nýfætt tvíbura, og barn, er þau
hjón áttu, á þriðja ári, var aumingi og lá í vöggu,.
svo að vöggubörnin voru þrjú. Þá er séra Sigurð-
ur var orðinn hreifur af víni, vék hann sér að Mag.
Bjarna og segir: „Ekki gjörirðu þér það til skamm-
ar, séra Bjarni, að taka ekki eitt barnið til fósturs.“
Hann svaraði: „Ég skal taka eitt, ef þú tekur ann-
að.“ Tóku þeir svo sinn tvíburann hvor. Séra Bjarni
tók Guðlaugu og ól hana upp, og varð hún síðar
kona séra Tómasar í Villingaholti. Þeirra börn voru
Guðmundur, bóndi í Hróarsholti, og Halldóra, kona
Guðmundar hreppstjóra á Skúfslæk. Voru þau syst-
kin mestu merkismenn. Séra Sigurður tók Guðrúnu;
ólst hún upp hjá honum í Hrepphólum fyrst.
Nú komu Skaftáreldarnir til sögunnar. Undan þeim
flúði séra Björn prestur í Hólmaseli í Meðallandi-
Barst hann vestur í Árnessýslu og bjó eitt ár em-
bættislaus í Gegnishólum í Flóa. Fékk svo Kaldað-
arnessprestakall 1784 og bjó í Kálfhaga. Eftir eitt
ár sótti séra Björn um Hjarðarholt í Laxárdal og
fékk veitingu fyrir brauðinu. En er á átti að herða.