Blanda - 01.01.1936, Page 284
278
■ur Austurhlíðarbóndans í Steinsholtsland. Þetta
þoldi Þórður ekki, því að hann var yfirgangsmaður.
Varð því ófriður milli bænda. En Jón vildi ekki láta
hiut sinn. Sagt var, að Þórður hefði verið hrædd-
ur við Jón vegna harðfengis hans og snarræðis. Og
satt mun vera, að Jón sat fyrir Þórði austan í Hringn-
um. Er það hæð fyrir austan Steinsholt, sem heitir
þessu nafni. Jón hafði frétt, að Þórður ætlaði aust-
ur á bæi dag þenna. Einhver' varð til þess að aðvara
Þórð, svo hann fór hvergi. Jón sá nú samt, að hér
var við ofurefli að etja. Falaði því jarðaskipti við
Loft bónda í Minni-Mástungu. Loftur var sonur
Eiríks dannebrogsmanns á Reykjum á Skeiðum. Loft-
ur var mjög hógvær maður og friðsamur. Höfðu
þeir Jón jarðaskipti. Jón fór að Minni-Mástungu,
en Loftur að Austurhlíð. Ekki slapp Jón að öllu
við nábýli við Þórð. Stórgripir Jóns leituðu út yfir
Kálfá í betra haglendi, en það leið Þórður illa. Ein-
hverju sinni frétti Þórður, að Jón hefði farið á
rjúpnaveiðar. Reið Þórður þá upp að Minni-Más-
tungu og atyrti Arnþrúði, konu Jóns. Vildi þá svo
til, að Jón bar að í þessu. Er Þórður sá til ferða
Jóns, beið hann ekki boðanna, sló í hest sinn og reið
hvað af tók heimleiðis. Jón elti Þórð heim að túni
í Steinsholti, en þar skildi með þeim.
Tvær dætur átti Jón með konu sinni, er hétu Sig-
ríður og Margrét. Sigríður bjó með Þorsteini Jóns-
syni, bónda á Vindási á Landi, Þorsteinssonar þar,
Pálssonar á Holtsmúla. Sambúð Sigríðar og Þor-
steins var ekki gæfusöm, og skildu þau samvistir
eftir stutta sambúð. Sonur þeirra var Jónatan kaup-
maður í Reykjavík, mikill athafnamaður.
Margrét, systir Sigríðar, átti Jón bónda á Minna-
Núpi, Jónssonar þar, Brynjólfssonar þar, Jónsson-