Blanda - 01.01.1936, Page 287
ég þar af fyrir honum minn varömannseið. Eftir
þaÖ héldum viö upp aö Víðimýri og gistum þar
um nóttina.
Sunnud. 20. júní skildi fylgdarmaður minn viö
mig árdegis og hélt heimleiðis, en ég hlýddi húslestri
á Víðimýri og fór síðan að búa mig til ferðar,
ásamt félögum mínum, Sigvalda Jónssjmi frá Hall-
dórsstöðum, sem vera átti flokksforingi í Guðlaugs-
tungum, og Jóni Bjarnasyni frá Glæsibæ í Staðar-
hreppi. Héldum við nú af stað frá Viðimýri, og
hafði Sigvaldi, fyrirliði okkar, ætlað sér að fara
vestur Vatnsskarð og ofan að Gili i Svartárdal.
En okkur kom saman um að fara heldur upp hjá
Valadal og vestur Bergsstaða-veg, því klyfjar voru
helzt til þungar á hrossum okkar til að fara óþarfa
króka, og voru það 8—9 fjórðunga klyfjar. Lögð-
um við nú vestur yfir fjallið og fengum hregg mik-
ið, svo sumir tóku til skinnstakka sinna til að verj-
ast þvi að verða húðvotir. Komum við að Steiná
og sprettum af hestum okkar og rákum þá á haga,
en gengum síðan heim að bænum og hittum þar
næturvörð heimilisins, sem af mörgum er kallaður
Sigurður snarfari. Mæltumst við til að fá að leggja
okkur niður, einhversstaðar inni, en hann tók því
mikið dauflega, og kvað þar lítið um rúm. Geng-
um við þá aftur þangað, sem flutningur okkar var
og létum þar fyrirberast, það sem eftir var nætur.
21. júni var veður gott. Gengum við heim að
Steiná um rismál, og fengum kaffi og aðra að-
hlynningu, sem við þurftum. Biðuin við þar eftir
aðalvarðforingjanum, Jónasi Einarssyni frá Gili,
lengi dags, og samferðamönnum hans. Komu þeir
síðla dags; var þá mönnum skipt. Skyldu sumir
fara með áburðarhestana fram Skínanda-veg, en