Blanda - 01.01.1936, Page 293
287
kvíslinni til þess, er hann kemur aS Herjhólslæk,
þá beygir hann til suövesturs á mel þann, sem vel
sést af um flá þá, sem er austan undir Draughálsi.
Fer hann nú austur undir Herjhólslæk og austur
á hæ'ö nokkra, en af henni sést vel um flá þá, sem
er fyrir sunnan og austan Ströngukvíslarvaö. Þaö-
an fer hann suövestur aö læknum og ýmist meö
honum eöa á melási þeim, sem er fyrir noröan hann.
En er hann kemur þangaö sem ásinn lækkar, fer
hann vestur yfir lækinn fram flesjurnar og allt að
vatni því, sem áöur er getið, og þar vestur yfir
flána, skamt fyrir noröan Hádegishólinn, sem öðru
nafni er kallaöur Signýjarhóll. Þegar þar er komið,
er varöstöðvum hans lokið. Ríður hann þá ofan
að skálanum með læk þeim, sem fellur rétt fyrir
sunnan hann. í síöara skiptið er riðið eins á varö-
stöðvarnar, að því undanskildu, aö þá ríður stund-
um ekki nema einn fram eftir og fer ekki lengra
en á fremri ásendann fyrir vestan Svörtutungna-
flána, og er hann nefndur hér fyrr. Þenna dag var
veður gott.
30. Júní var veður gott og hægur á norðan. Komu
þá til okkar tveir af Svörtutungnamönnum, Björn
og Pétur. Höfðu þeir riðið um morguninn á hraun-
um austan viS flár allar og komið um leið á greni
það, sem kallað er Lækjargreni. Sáu þeir þar úti
að leik bæði fullorðna refi og yrðlinga. Komu þeir
til okkar þess erindis að segja frá þessu, svo við
gætum komið áleiðis orðsendingu til Kristjáns
bónda á Eyvindarstöðum, sem átti að hreinsa heið-
ina af öllu þessháttar hyski. Skömmu eftir að Pétur
0g Björn voru famir komu til okkar 3 menn, Jón
bóndi í Eyvindarstaðagerði, Sveinbjörn frá Eyvind-
arstöðum og Lárus varðmaður frá Galtará. Voru
þeir fyrrnefndu að reka lömb til heiðar. Þótti okk-