Blanda - 01.01.1936, Page 296
290
slæmt, en fjárþungi mikill. SíiSar um daginn birti
upp, en gekk þó á meS éljum, og var kalt mjög.
Riöum viö í fyrra lagi á vörðinn um kvöldiö, ef
versna kynni veður á ný. Þann dag kom til okkar
grasafólk aö noröan, frá Viðvík, Hofdölum ytri og
Þverá.
6. Júlí var kuldaveöur á noröan, þó bærilegra
fyrir þaö, aö sólskin var. Riðum viö aö venju á
varöstöövar okkar, alt að Svörtutungna skála og
svo venjulega leið til baka. Þegar við vorum ný-
komnir heim, kom aöalforinginn, Jónas frá „Að-
albóli“, en svo hét aösetur hans viö Galtará. Kom
hann með flutning á tveimur hestum, ásamt bréf-
um og markabók, sem fara átti til Pálma á „Skúta“
— svo hét bústaður jöklavarðarins. Þegar Jónas
haföi dvalið hjá okkur litla stund, sneri hann til
baka, en Sigvaldi bjóst til ferðar með flutninginn
fram eftir til þeirra í Svörtutungum. Voru þá ekki
varðmenn heima þar. Skildi hann eftir flutninginn
viö skálann, en lét bréfin og fleira smávegis, sem
því fylgdi, inn í hann, því eigendur skálans höföu
sagt okkur, hvar þeir hefðu lykilinn aö honum,
þegar þeir voru ekki heima, og höföu leyft okkur
félögum aö standa af okkur skúrir þar inni, ef
svo stæði á, aö viö vildum eöa þyrftum. Þegar Sig-
valdi var kominn heimleiöis, sá hann, aö varð-
mennirnir riðu heim að skála sínum. Reið hann
þá aftu til baka til að hitta þá og afhenda þeim
sendingarnar. Höfðu þeir um daginn riöiö upp
undir jökul og norður um hraun. Eftir litla dvöl
hjá þeim reið Sigvaldi heim að skála sínum. Var
þá noröan vindinn tekið að lægja. Gengum viö svo
til hvíldar.
7. Júlí var veöur hið blíðasta. Riðum við á vörð-
inn fyrir miðjan morgun og náöum þeim í Svörtu-