Blanda - 01.01.1936, Page 313
307
í kjöbréfinu fær hann þann vitnisburð, að „vera
nýtilegastur fyrir heilaga kirkju“, og prestarnir
samþykkja að „styrkja séra Ólaf og heilaga Hóla-
kirkju til allra réttra mála“ (D. I. V. 167-). Að
þessu biskupskjöri stóðu fremstu kirkjuhöfðingjar
á Norðurlandi, og má nefna, auk þeirra, sem fyrr
eru taldir, síra Sveinbjörn Þórðarson í Múla í
Aðaldal, Jón Pálsson (Maríuskáld), prest á Grenjað-
arstað, Sigmund Steinþórsson, prest á Miklabæ,
sira Jón Broddason á Hrafnagili, Gamla Björnsson,
ráðsmann Reynistaðarklausturs, og Sigurð Þorláks-
son, prest á Mælifelli, er tók við ráðsmannsstarfinu
af Gamla presti árið 1459. Þessir menn hafa því
mest gengizt fyrir því, að fá Ólaf kosinn, og haft
fyrst og fremst í huga hagsmuni og réttindi sjálfrar
dómkirkjunnar, og talið þeim bezt borgið í hönd-
um hans. Og við þetta eiga orðin í kjörbréfinu: „til
réttra mála“. Þegar það er einnig haft i huga, að
flestir eða allir pápiskir prestar álitu kirkjulögin
óskeikul „guðs lög“, má nokkuð marka einlæga
kirkjuhollustu prestanna, og þar á meðal Sigmund-
ar Steinþórssonar, af samþykkt þessari.
Þetta sama sumar brá Ólafur biskupsefni til utan-
ferðar. Var hann vígður í Niðarósi, og að því loknu
ferðaðist hann á fund Kristjáns I. Danakonungs
og fékk hann til að veita sér sýsluvöld í Hegraness-
þingi um 10 ára bil. Kom Ólafur biskup úr vigslu-
för sinni 1460 og settist að á Hólum „tvöfaldur í
roðinu“, enda fengu menn fljótt að kenna á valdi
hans og harðlyndi. og þar á meðal sumir þeirra
kjerka, er höfðu kosið hann og hyllt sem bezta
formann kirkjulegra mála.
20*