Blanda - 01.01.1936, Page 315
309
Brigit, Halldór1) og Jón, en hér koma þau ekki við
sögu, enda fátt um þau vitað, og meS öllu óvíst,
að Sigmundur hafi verið albróðir þeirra, en senni-
lega hefur hann verið yngstur þeirra og gæti verið
fæddur litlu fyrir 1425. Engar sagnir eru til um
uppvöxt Sigmundar, en allsnemma hefur hann feng-
ið prests-embætti, því að árið 1449 er hann nefndur
.,sira Sigmundur". Þá seldi hann 15 hundraða part
úr Asi í Vatnsdal Gottskálki biskupi Kenekssyni, en
fékk í staðinn Hól í Svartárdal. Var Sigmundur þá
staddur á Hólum, ásamt Jóni bróður sínum (D. I.
IV. 758). Sigmundur mun hafa byrjað prestsskap
að Auðkúlu2) í Húnavatnsþingi, en að nokkrum
árum liðnum fengið Mælifell og þjónað þar til árs-
ins 1457. Þá var honum veittur Miklibær í Blöndu-
hlíð, en sira Sigurður Þorláksson fluttist þá3) að
Mælifelli, frá Bergsstöðum í Svartárdal. Var hann
mætur klerkur og í miklu áliti, og árið 1483 settur
officialis Hólastóls, ásamt Sveinbirni Þórðarsyni í
Múla.
Eins og áður er sagt, hafði sira Sigmundur fylgi-
konu, sem títt var með prestum í pápiskum sið. Var
bróðir Solveigar, eins og fyrr segir, Björn hirðstjóri
Þorleifsson, sem Englendingar drápu í Rifi 1467.
En þau voru börn Þorleifs Árnasonar frá Auð-
brekku og Vatnsfjarðar-Kristínar, dóttur Björns
Jórsalafara. Auðugar og valdamiklar höfðingjaætt-
ir stóðu því að Solveigu. og kippti henni mjög í
kyn til frænda sinna um skaphörku og rikilæti. Ár-
1) Hann gæti verið sá Halldór Steinþórsson, seni selur
Nýlendu á Höfðaströnd 1436. Bendir það einnig á Höfða-
strönd seni ættarstöðvar hans (D. I. IV. 553).
2) Sbr. Sniævir III. 12.
3) í Prestatali Sveins Nielssonar er ártalið rangt: 1475.