Blanda - 01.01.1936, Page 316
3io
iö 1434 giftist hún Ormi, launsyni Lofts rika, og
var allt giftingarfé hennar reiknaö til sex hundruö
hundraöa. Talið er, að þau hafi búið í Víðidals-
tungu. Komst Ormur skjótt til mikilla virðinga.
Var hann rneðal annars hirðstjóri áriö 1436.x) Ekki
varð sambúð þeirra Solveigar löng, þvi að árið
1446 bjóst Ormur til utanferðar. Er rnælt, að Sol-
veig hafi verið mjög mótfallin þeirri för og sagt,
„að liann mætti ábyrgjast, hvað út af því kæmi.“1 2)
Ef þessi sögn er sönn, getur hún bent til kunnings-
skapar þá með Solveigu og Sigmundi. En Ormur
fór sínu fram, og eftir þetta voru þau ekki sam-
vistum, því aö skömmu þar á eftir fékk Sigmundur
hana til fylgilags, enda er nokkuö óvist um Orm
eftir utanförina, eða hvort hann hefur andazt um
þær mundir (Sjá aths. Hannesar Þorsteinssonar
neðanmáls í Smævir III. bls. 11). Enginn vafi er á
því, að Solveig hefur dvalizt langvistum með Sig-
mundi, en á höfuöbólum sínum hélt hún uppi stór-
búum, að höfðingjasið þeirra tíma, þar á ílieðal i
Viðidalstungu, unz Loftur sonur þeirra Solveigar
og Orms tók þar viö búi og bjó þar 5 ár.3) Seinna
fluttist hann að Staðarhóli, og andaðist árið 1476
(Sbr. Páll E. Ólason: Menn og menntir III. 557)-
Dánarár Lofts er 1470 í Smævir III. bls. 10 n. m„
og er það meinleg skekkja.
1) Sjá Smævir III. 12.
2) Smævir III. II. Bogi setur utanfararár Orms I45Ö>
en það er skakkt, sbr. aths. n.m. eftir Hannes Þorsteins-
son. Mætti og færa fleiri rök fyrir þessari skekkju, sem
er líklega ritvilla hjá Boga.
3) í Víðidalstungumáldaga 1472 (D. I. V. 349) eru bú-
skaparár Solveigar talin alls þar 21 ár, og ber a'ð skilja
það svo, að hún hafi haft þar bú, en að staðaldri hefur
hún ekki verið þar.