Blanda - 01.01.1936, Page 317
Ekki verður annað séð, en að vel hafi fallið á
með Solveigu og Sigmundi, og ekki er hann kennd-
ur við aðrar konur eftir 1450, en börn hefur hann
átt áður en þau fluttust saman, því að með vissu átti
hann Ásgrím og Guðrúnu, en móðerni þeirra er
ekki kunnugt með vissu. Aftur á móti voru börn
Solveigar með Sigmundi Bergljót og Jón. er síð-
ar varð lögmaður og mjög nafnkunnur af deilurn
sínum við Gottskálk biskup Nikulásson, sem al-
kunnugt er.1) Mun Bergljót hafa verið eldri en
Jón, sem gæti verið fæddur um 1450. en ekki 1460,
eins og venjulega er talið (Sjá Smævir III. 12).
Enginn efi er á þvi, að Sigmundur hefur verið
mikilhæfur maður og vel gefinn. Verður það ljóst
af ýmsu því, sem hér verður um hann sagt, en auk
þess má benda á, að Solveig átti meiri metnað en
svo, að hún hefði gengið til fylgilags við lítilmenni,
enda verður þess ekki vart í heimildarritum, að
borið hafi skugga á hennar ætt með þessu ráðlagi.
Mun Sigmundur hafa verið að skapi hennar um
rausn og ríkilæti og haft stórbú á Miklabæ, þegar
þangað var komið. Um þær mundir naut hann og
mikils trausts og álits, því að í fyrrgreindu kjör-
bréfi er honum skipað það virðingarsæti, að vera
sá fimmti i prestaröðinni, eða næstur sira Sveinbirni
í Múla.
IV.
Þess var ekki lengi að bíða, að Ólafur biskup
neytti valda sinna, bæði á prestum og leikmönnum.
Stofnaði hann því skjótt til margvíslegra mála-
ferla, oft af litlum sökum, og bar venjulega hærri
1) Auk þessara barna telur Bogi Benediktsson Ástriði
og Björgu, en það mun vera skakkt, sbr. aths. H. Þ. i
Smævir III. 12.