Blanda - 01.01.1936, Page 319
3*3
sjálfs,1) sem fór alveg í bága við þý'Singarmikið
atriði í bréfi, sem biskup lagði fram. Umráðamaður
Vallholts var þá Skúli lögréttumaður, sonur Lofts
ríka, en enginn mætti fyrir hann á þessu dómþingi,
enda hefði það verið þýðingarlaust (D. I. V. 435—
440).
Þá má að vissu leyti segja, að „hlaupið hafi á
snærið“ hjá biskupi haustið 1467. Var hann þá í
visitaziuferð um Norðurland. Þá bar svo við, er
hann var staddur í Saurbæ í Eyjafirði, að Skúla
Árnasyni, sveini biskups, 0g Hallvarði nokkrum
Amundasyni sinnaðist svo, að þeir brugðu vopnum
sínum. Biskup var nærstaddur, hefur ef til vill ætlað
að skilja þá, en varð lítilsháttar fyrir höggi Skúla
og skeindist á hendi, svo að blæddi. Og í því bili
veitti Hallvarður Skúla banasár.
Veturinn eftir, þann 15. jan., stefndi biskup prest-
um sínum til Hóla. Höfðu bræður Skúla, Runólfur,
Sturla og Böðvar, lagt mál þetta í biskupsvald og
væntu bóta fyrir vígið. En þá skipar Ólafur 12
presta í dóm, vafalaust þá ráðþægustu, og er Sig-
mundur þar enn í hópnum, til að dæma um áverka
þann, er hann hafði fengið. Sýndi hann örið og
krafðist bóta fyrir af bræðrum Skúla, sem ekki
þorðu annað en játa bótagreiðslu. Dæmdu klerkarn-
ir þá „hinum náðuga herra og andlegum fö'Sur Ólafi
biskupi" 21 mörk í sárabætur og í „fullrétti kirkj-
unnar“2) 60 merkur, eða alls 81 mörk, sem var
mikið fé. En á víg Skúla er ekki minnzt í dómn-
um (D. I. V. 513—5*4)- Mátti segja, að sannaðist
1) Jón Espólín kemst svo að orði: „Var það nú sem
jafnan, að Ólatur biskup var sjálfr sækjandi sakar, vottur
og dómari" (Árb. II. d. 84).
2) Þ. e. af því að biskup var i embættisferð sinni.