Blanda - 01.01.1936, Page 321
hann haf'Si selför í Mjóadal, og að taka lausn og
skrift af biskupi“ (D. I. V. 679).
Sýnir Mjóadalsdómur, sem margir aSrir dómar
Ólafs biskups, að prestarnir reyndust honum ein-
stökustu þægðarblóö, og sira Sigmund Steinþórsson
haföi biskup alveg í vasa sínum, sem aöra, fram
að þessum tíma. Stundum haföi biskup það og til,
að staðfesta tylftardómana með sínum eigin úr-
skurði, þó að hann væri sækjandi málsins; gerði
hann sig því að einskonanr hæstaréttardómara í
sínum eigin málum, og var næstum útilokað fyrir
mótparta biskups að fá réttingu mála sinna.
Þegar biskupsvaldið var komið í slíkan algleyming,
er varla réttmætt að skipa þeim mönnum í flokk
með ræningjum og bófum, sem leitast við að rísa
gegn slíku ofurvaldi ranglætis og kúgunar.
Hér hefur nú verið sýnt, að Sigmundur gerði vel
að vilja l^iskups, enda naut hann hylli hans, því að
biskup veitti honum prófastsdæmi um hálft Húna-
vatnsþing þessi árin, og allt var í góðu gengi milli
þeirra 1473, því að þá um sumarið er Sigmundur enn
i dómi biskups (D. I. V. 7°S)-
-—• Þegar Sigmundur settist aö á Miklabæ, lét
hann sér annt um Miklabæjar kirkju. í máldaga
hennar er þess getið, að hann hafi lagt kirkjunni
,,messuklæði að öllu, tvö steintjöld, tvö merki og
Antonii líkneski". Ennfremur gaf hann „vorri frú“
(þ. e .Maríu mey) „koparhjálm" árið 1472“.x)
V.
Árið 1474 hefur fyrst farið að óvingast með
biskupi og Sigmundi. Þá um sumarið, 27. júní,
eru þeir báðir staddir á prestastefnu á Eyrarlandi.
1) þ. e. ljósahjálm úr kopar. D. I. V. 324.