Blanda - 01.01.1936, Page 324
sleppa alveg hjá þeim ,.hreinsunareldi“. Nú veit
heldur enginn, hvernig Sigmundi hefur gengiö inn-
heimta þessara biskupstíunda, en eftir lögum átti
hann aS bera ábyrgö á greiðslu þeirra. Má geta
nærri, aö þær hafi greiözt illa í harðindaárum, þvi
aö annar eins harSjaxl, sem Ólafur biskup var,
kvartaSi yfir, hve illa greiddust kirkjutíundir. Vit-
anlega tók klerkaklíka biskups nokkuS hart á þessu
og dæmdi Sigmund skyldugan aS greiSa umræddar
tíundir og aS auki þrjátíu rnarka sekt fyrir hvert ár,
sem greisSlubrestur varS. En ekki fannst þeim rétt,
aS svifta Sigmund embætti aS svo komnu, heldur
skutu því til biskups-úrskurSar, hvort hann skyldi
halda MiklabæjarstaS eSa ekki (Sbr. D. I. VI. 59
—62). Og þaS stóS ekki á þeim úrskurSi, því aS
daginn eftir veik biskup Sigmundi frá embætti í
þrú ár, og, auk fyrrgreindra sekta, skyldi hann taka
lausn og skriftir fyrir óhlýSni sína og rnissa Mikla-
bæ meS öllu (D. I. V. 755l)- En sira Jóni Brodda-
syni veitti biskup Miklabæ,og skipaSi hann officialis
og ráSsmann Hólastóls. Skömmu síSar lýsti biskup
utanferS sinni, en Jón Broddason settist aS á Hól-
um.
Hér hafa þá veriS greindar sakir þær, sem sagn-
fræSingar vorra tíma hafa kallaö „ófagrar“, og
getur þaS meS engu móti veriö réttlátur dómur, þó
aS brot megi kalla gegn ranglátum kirkjulögum.
ÞaS má gera sér í hugarlund, aö þessi ójöfnuSur
biskups hafi falliS Sigmundi afarþungt, og aS hann
hafi taliS sig miklu ranglæti beittan. HafSi hann
veriS biskupi afar-fylgispakur í málmn, eins og
fyrr er sýnt, og hefur ekki búizt viS slíkum harS-
ræSum af honum. Þá hefur honunr sviSiS þaS, aö
sira Jóni var veittur Miklibær, og ef til vill grunaS
hann um aö hafa spillt fyrir sér hjá biskupi, og