Blanda - 01.01.1936, Page 329
323
burði á sta'ð. En svo er helzt að sjá, að litlu fyrir
mánaðamótin jan. og febrúar veturinn 1476 hafi
flokkur manna setzt að á Miklabæ undir forustu
sira Sigmundar og Einars íBjörnssonar, bróðurson-
ar Solveigar, og dvalizt þar 6 daga. Létu þeir sér
heimilt bú sira Jóns Broddasonar, spilltu því og
eyddu. Einar var þá á ungum aldri, en hafði kynnzt
ýmiskonar rósturn og ribbaldahætti í Vestfirðinga-
fjórðungi. Hafði faðir hans staðið í stórræðum, og
eftir dráp Björns tók Ólöf kona hans við ráðunum
oggerði Englendningum harðleikið mjög. Yfirgang-
ur Guðmundar Arasonar rnátti og heita mönnum í
fersku minni, þegar Einar var að alast upp, og
sjálfur lét hann sér ekki allt fyrir brjósti brenna.
Þykir mér fara sanni næst, að Solveig hafi fengið
þennan kappgjarna frænda sinn norður1) til að
stappa stálinu í Sigmund að nýju og reyna að rétta
hluta hans. Um athafnir þeirra félaga — en þeir
voru 17 eða 18 talsins — verður að fara eftir vitn-
isburðum, er sira Tón Broddason tók af heimilis-
fólki sínu, og verða að vísu svo einhliða vitnisburðir
tæplega hlutlausir, en annara heimilda er ekki kost-
ur.
Aðfaranótt hins 3. febrúar lét Jón Jússason, lík-
lega ráðsmaðurinn á Miklabæ, bera allskonar bús-
hluti og matvæli í kirkjuna þar. Telur hann niargt
upp í vitnisburði sínum, þ. á. m. „kistu með 5 vætt-
um smjörs og lausasmjör að auki; uxa með öllum
limum, að undanteknum skammrifjunum, 2 kýr-
þjó. 6l/2 sauðarkrof með bógum og tveim skamm-
rifjum, mör, smálkamat, bjúgu, sperðla og undir-
mörva, 150 harða fiska og 20 blauta, 12 hákarls-
1) Sumir telja, að Einar hafi um þessar mundir bfúð
á Auðkfilu.
21*