Blanda - 01.01.1936, Side 331
325
sira Jón Broddason fara fram skoðunargerö á pen-
ingi þeim, lifandi og dauðum, sem var „gripinn og
brottu tekinn“. Voru 3 prestar og 3 leikmenn í þeirri
gerð, og var Jón Jússason einn af þeim. Eru taldir
allir áðurgreindir munir og nokkru við bætt, t. d.
„13 tunnum skyrs, heyi og eldibröndum (þ. e. eldi-
við), sængum, klæðum og voðum“, sem þeir félagar
hafi eytt og spillt. Af lifandi gripum telja þeir tekna
20 kýr „af þeim 6, er Hólastaður átti, 10 gamla uxa,
2 kvígur tvævetrar, 15 veturgömul naut, 1 kálf, 53
kindur veturgamlar, 1 graðhest og 2 „hross“ vetur-
gömul (D. I. VI. 76). í lok þessarar skoðunargerð-
ar lýsir sira Jón Broddason Sigmund og Einar og
alla þeirra fylgjara „vera fallna í bann af sjálfu
verkinu og fyrirbauð hverjum manni að eiga við þá
svefn eða samneyti, þangað til þeir ganga til hlýðni
við guð, heilaga kirkju og hann“. Ekki er getið um
neina áverka með mönnum^og má vafalaust þakka
þaö Sigmundi, aö stýrt var hjá öllu slíku, því að
Einar Björnsson var óvæginn og mjög kappgjarn.
Eins og áður er fram tekiö, eru engar skýrslur til
um mál þessi frá sjónarmiöi Sigmundar sjálfs, en
það er augljóst, að í hefndarskyni fyrir órétt þann,
er honum fannst sér gerður af biskupi, voru Mikla-
bæjarferðir farnar, og þeim stefnt eingöngu að
þeim staö, af því að Sigmundur hefur þótzt eiga
þar einhver ítök. En það er einatt svo, þegar menn
1) Af Jóni Þorbergssyni hefur verið tekin skýrsla um
ránið, dags. 13. des. 1479, en þá var málum þessum öllum
lokið, og er bréf þetta þvi nokkuð tortryggilegt. Ber Jón
þessi svipað sem Þorgrimur, en virðist þó ýkja dálítið.
T. d. verða kýrnar 5, sem Sigmundur lét slátra. Hafi þeir
og „spillt og brotið staðinn", og „eitt stórt jarðkerald, er
kirkjan hafði lengi átt, brutu þeir og brenndu viðunum".
D. I. VI. 235.