Blanda - 01.01.1936, Page 335
329
fyrr. Og með vissu verður upplýst, að Miklabæjar-
kirkja fékk Hvarf í Víðidal frá Sigmundi og Sol-
veigu, sem þau ,,luktu kirkjunni fyrir hennar pen-
inga, er þau höfðu í brott haft“ (Sbr. fyrnefndan
máldaga, D. I. V. 325). Þykir mér líkum fara næst,
að þau hafi leyst sig úr banni með þeirri jörð, og
það hafi gerzt stuttu áður en Ólafur biskup kom
til sögunnar aftur. Hafi svo biskup látið það standa,
og þess vegna ekki minnzt á lausn og skriptir
í sættagjörðinni, sem hann hefur þó vafalaust sjálf-
ur stílað. Og það er að minnsta kosti áreiðanlegt,
að biskup hefði enga sætt gert við Sigmund óleyst-
an úr banninu.1)
Þannig lauk þá Miklabæjarmálum, og munu þeir
Sigmundur og biskup hafa haldið vel sættina og
jafnvel tekið upp forna vináttu, því að biskup veitti
honum prestsembætti að nýju, og fékk honum
Breiðabólstað i Vesturhópi. En hvaða ár þetta hef-
ur gerzt, er nú erfitt að segja, og þó hefur varla lið-
ið langnr tími frá sættargjörðinni. Gæti oröalagið
í áður tilvitnuðu bréfi Sólveigar: „herra biskupinn
og presturinn“. bent á það, að þá hafi Sigmundur
verið búinn að „fá prestinn" aftur, en bréfið var
gert 15. apríl 1479. Og að iBreiðabólstað virðist Sig-
mundur vera kominn 20. ágúst það ár.2) En frek-
ar skal ekki fullyrt um þetta. Aftur á móti er ljóst,
að hann er þjónandi prestur á Breiðabólstað I494>
1) í Máldaganum segir þó, að Bergljót, dóttir þeirra
Sigmundar og Solveigar, fengi Hvarf „í f jórðungsgjöf eft-
ir móður sina“, og er að sjá, sem fyrri ráðstöfun hafi ekki
verið skeytt, en vist er, að Sigmundur kom í veg fyrir
frekari rekistefnu með Hvarf, því að 1485 (eða ef til vill
fyrr) fékk hann Bergljótu 35 hundruð í Bjargi i Miðfirði
f.vrir Hvarf. D. I. VI. 543.
2) Sjá D. I. VI. 191.