Blanda - 01.01.1936, Síða 338
332
Sira Sigmundur andaSist á Brei'öabólstað, líklega
áriö 1500 (samanber vitnisbur'öarbréf 2. maí 1502),-
og tók J?á Jón sonur hans þar viS búi og hefur senni'
lega haldiS því viS í 2 ár.1) —
Hér hefur þá veriS gerS grein fyrir þeim viS-
burSaöldum. sem hæst risu á ævisjó Sigmundar
Steinþórssonar, Miklabæjarráni, aS draganda þess,
orsökum og endalyktum. ÞaS var framiS í hefnd-
arskyni af manni, er fór sömu leiS sem margir hafa
fariS fyrr og síðar, og fara enn: aS bjóSa byrginn
kúgun og ranglæti. Um réttlæti þeirrar aSferöar
skal hér ekki dæmt, enda er henni sjaldan hæfilega í
hóf stillt. En á þaS má benda, aS enn eru þeir fáir,
kristnu mennirnir, sem bjóða vinstri vangann, þeg-
ar sá hægri er sleginn, enda „veldur sá miklu, sem
upphafinu veldur“.
Og aS lokum minni ég aftur á þaS, aS vitnisburS-
ir um framangreinda viSburSi eru allir stílaSir,
beint eSa óbeint, af andstæSingum sira Sigmundar,
og vitanlega minnast þeir sem minnst á málsbætur
honum i hag, en gera því meira úr misgerSum hans.
Má þó geta því nærri, þegar Sigmundur lét hefnd
sína bitna eingöngu á Miklabæjar búi sira Jóns
Broddasonar, aS eitthvaS fleira hafi gerzt í viðskipt-
um þeirra sira Jóns en það, sem fram kemur í bréf-
unum, og virSa mátti Sigmundi meira til vorkunn-
ar. Öll þau gögn, sem fundin verða um þessi mál,
eru tilgreind hér aS framan, en í annálum mun ekki
1) Er svo að orði komizt i bréfinu: „í þann tima, sem
Jón Sigmundsson bjó á Breiðabólstað eftir séra Sigmund'
föður sinn frá fallinn, þá lukti Jón í biskupstiundir tví-
œrSar 14 sjöundu voð vaðmáls" .... (D. I. VII. 598).
Að Sigm. hafi dáið 1502, sjá reg. D. I. VII., getur með
engu móti rétt verið.