Blanda - 01.01.1936, Page 340
ApoIIonia Schwartzkopf.
Eftir Guðbrand Jónsson prófessor.
AtburSir þeir, sem hér verður greint frá, vöktu
i samtíö sinni geysilega eftirtekt, og hafa gert það
alveg fram á þennan dag. AtburíSirnir eru hádrama-
tiskir, og hefur annaöhvort verið um ákaflega ill-
kvitnislegt morö aö ræða eöa um enn illkvitnislegra
sjálfsmorð, eöa þá um eðlilegan dauðdaga, sem-
haldinn hefur veriö morö, en úr því verður nú ekki
skorið, hvert hafi heldur veriö, nema með líklegri
ágizkun. Hafi verið um morð að ræða, þá er að vísu
augljóst, í hvaða mannhópi á að leita morðingjanna
og frumkvöðlanna, en ekki er hægt með fullri vissu
að benda á ákveðna menn úr hópnum, sem verkið
hafa framið eða valdið því, og ekki er heldur hægt
með vissu að undanskilja neina af þeim, sem til
greina koma.
Aðalpersónurnar í þessum sorgarleik eru Niels
Thyge Fuhrmann amtmaður, og justitzráð að nafn-
bót, jómfrú Apollonia Schwartzkopf, jómfrú Karen
Holm, lagskona amtmanns, og móðir hennar, mad-
dama Katharina Flolm.
Um æfi Fuhrmanns, að öðru en þetta mál skipt-
ir, vísast i Safn til Sögu íslands II, 771—777, en
þess verður hér að geta, að hann var Norðmaður
og ættaður úr Björgvin. Það, sem segir um hann
að öðru leyti í Safni til Sögu íslands, er að vísu