Blanda - 01.01.1936, Page 341
335
mjög slitrótt og í sjálfu sér ófullnægjandi, og mætti
vafalaust auka það meö frekari rannsókn, en heim-
ildir til þess eru hinsvegar ekki nærtækar hér.
Um Apolloniu Schwartzkopf veit maður ekkert
meö vissu, nema hvaS þaS er víst, aS bróSir hennar
Franz Schwartzkopf var hárkollugeröarmaöur í
Kaupmannahöfn. Líklegt er þó, aö hún muni ættuS
úr Björgvin, eins og amtmaöur, eSa úr nágrenni
hennar, enda sýna ummæli hennar um ástabrall
amtmanns i Björgvin, aS hún hefur veriS nákunn-
ug öllu bæjarslúðri þar. Og væri þá, ef rétt er,
nokkur skýring fengin á kynningu hennar og amt-
manns. í byrjun 18. aldar þekktist nafniS Schwartz-
kopf þar um slóSir, og meira aS segja nafniS Apoll-
one Schwartzkopf, en Apollone og Abelone er sama
nafnið og Apollonia, enda var jómfrúin á stundum
nefnd svo. Framan af 18. öld bjó rithöfundur einn
í Björgvin, er hét Edvard Ottosen Schwartzkopf.
Var hann fæddur i Manger skammt frá Bergen
1700 og varö stúdent þar, en fluttist síSan til Kaup-
mannahafnar og dó þar 1753. °g var sæmilega
merkur maSur. FaSir hans var síra Otto Edvardsen
prestur í Manger (d. 1713), en móSir hans hét
Apollone og var fædd Schwartzkopf (d. 1758). Hér
er þá nafnið komið, og gæti jómfrú Apollonia eftir
tíma og öllum málavöxtum hafa verið dóttir síra
Otto Edvardsens, en systir Edvards Schwartzkopf.
AuSvitaS er þaS þó engan veginn víst og þarf ekki
aS vera, en hitt má þykja áreiðanlegt, aS jómfrú
Schwartzkopf hafi einhvernveginn af þessari ætt
verið og úr Björgvin eða nágrenni.
Um þær mæðgur Karen og Katharina Holm veit
maSur ekkert fyrr en sögunni víkur hingaö til
lands. Hefur Katharina Holm aS minnsta kosti ver-
iS tvígift, og Karen þá dóttir af fyrra hjónabandi.