Blanda - 01.01.1936, Side 343
337
ast að í íbúðarhúsinu, en hafðist sjálfur við í tjaldi
á túninu, unz afþiljuð var íyrir hann íbúð í stof-
unni, hvort sem það hefur verið af ótta við umtal,
áleitni jómfrúarinnar eða breyzkleika sinn. Þau möt-
uðust þá og saman, og hún gekk fyrir gesti. Segir
Niels varalögmaður Kiær í vitnisburði sínum í mál-
inu fyrir dómstólnum í Kópavogi 1725 : „Eg verð
að segja, að eg umgekkst hina sáluðu manneskju
að amtmanni viöstöddum, og borðaði hún úr sama
fati og við hin, og sat við hliö hans, og það, sem
meira er, að hann henni til skemmtunar tefldi við
hana skák, og margsinnis bað hann mig að gjöra
sama henni til gamans, sem ég og gerði“. Það virð-
ist því allt í fyrstu hafa falliö nokkuð i ljúfa löð,
en þótt svo væri, giftust þau ekki. Brátt varð þó
annað uppi á teningnum, því vorið eftir að Apollonia
kom, tók amtmaöur sig upp, fór suður i Grindavík
og kom þaöan aftur með dóttur Katharinu Holm,
Karen Iiolm, sem eftir þaS var meS amtmanni á
Bessastööum og var lagskona hans. Það er víst, að
Katharina Holm, og þá auðvitaS amtmaSur, hafa
vitaS um ferS Apolloniu Schwartzkopf hingaS, áð-
ur en hún kom. Má sjá þaS af vitnisburöi Þórdísar,
konu Niels Kjærs varalögmanns í Nesi, en þar segir,
aS „áður en jómfrú Schwartzkopf kom i landið,
kom til mín Maren Jespersdóttir1) frá BessastöS-
um, og sagSist vera með þau skilaboð til mín frá
maddömu Holm, sem nú er kærasta monsieur Pip-
ers, aö ég léti hana fá litlar saumnálar og ís-
lenzkan tvinna, sem ég gerSi, af því að ég gat þaS.
Því næst baS Maren mig aS tala við sig einslega,
sem ég og gjörði. ViS gengum þá í svefnhús mitt,
og þar mælti Maren til mín á þá leiS, að hún ætti
1) Þessi stúlka var dönsk.
Blanda VT.
22