Blanda - 01.01.1936, Síða 344
338
að bera mér kveöju frá maddömu Holm, sem þá
var kölluð, hvort ég gæti ekki útvegaS henni svo
öflugan galdramann, aö hann stuggaöi Schwartz-
kopf frá e'öa réði hana af dögum, áður en hún kæmi
til landsins. Þar til svaraði ég Maren: „Ekki get
ég trúað því, að nokkur djöfull sé svo magnaður,
að hann geti þotið út á haf.“ Item svaraði ég, aS
ég þekkti engan galdramann hér á landi, og bæði
guð að forða mér frá að hafa við slíkt saman að
sælda, og að í þessu efni gæti ég ekki gert bón
maddömunnar". í sama vitnisburði játar Þórdís, að
hafa látið úti meðal á glasi við Maren, og er leitt,
að ekki skuli þess getið, hvers eðlis meðalið var.
Ef ekki hefði þegar verið eitthvað samband
milli amtmanns og Karen Holm, áður en jómfrú
Schwartzkopf kom hingað til lands, er með öllu
óskiljanlegt, hvers vegna maddama Holm hefði átt
að taka komu hennar eins óstinnt og hún gerði. Það
verður því að telja sannað, að þau amtmaður og
jómfrú Holm hafi þekkzt, áður en hún kom til
landsins, og að koman hafi meðfram stafað af
því, að þeim mæðgum hafi ekki þótt gott að láta
jómfrú Schwartzkopf sitja eina að amtmanni. Eftir
komu Karen Holm hingað versnaði allt viðmót við
.jómfrúna, og gekk svo langt, að amtmaður jafnvel
barði hana, en það er sannað með frásögn jómfrúar-
innar sjálfrar og framburði Comelius landfógeta
Wulffs, sem haf'ði séÖ marblettina á henni og önn-
ur vegsummerki. Eftir að amtmaður hætti að borða
með jómfrúnni, þegar Karen Holm var komin,
versnaði einnig allur viðurgerningur við hana, og
sá Wulff þann mat, er henni var þá borinn, og taldi
brauðið naumast mannamat, en aðra fæðu úrgang
og ruður. í nóvember 1723 var jómfrúin orðin hrædd
um, að setið væri um líf sitt, enda var henni þa