Blanda - 01.01.1936, Page 346
340
einu óbeinlínis. Beinlínis hag aí því liöf'Su Fuhr-
niann amtmaöur og lagskona hans Karen Holm,
en óbeinlínis hag af því Katharina Holm, siöar
maddama Pipers. Því veröur ekki neitaö, aö þaö
var gífurlegt afhroö, sem amtmaöur galt á embætt-
islaunum sínum, sem ekki voru nema 300 rd. á ári,
ef hann gekk ekki aö eiga jómfrúna, þvi aö þá
runnu til hennar tveir þriöju launanna. Hinsvegar
átti amtmaöur yfir öörum fjármunum aö ráða, og
var, að minnsta kosti eftir aö hann erfði Guðmund
rika Þorleifsson í iBrokey, ríkur maöur á hérlands-
vísu, hvað sem launum hans leið, svo að í sjálfu
sér veröur ekki séð, að freistingin frá því sjónar-
miði hafi getað verið knýjandi fyrir hann. Sama
verður ekki sagt, ef á það er litið, að amtmaöur
felldi hug til Karen Holm, og hefur vafalaust vilj-
að eiga hana. Þar var jómfrú Schwartzkopf með
hæstaréttardóminn að baki sér auðvitað óþægileg-
ur Þrándur í Götu. Og jafnvel þótt amtmanni hefði
nægt það, að búa með jómfrú Holm, sem svo et'
kallað, og hann reyndar gerði til dauðadags, þvi að
þau munu ekki hafa árætt að eigast eftir allt mála-
stappið, þá var návist jómfrú Schwartzkopf á
Bessastöðum til megnra óþæginda í þeim efnum, og
var auðvitað hentugast fyrir þau hjúin, að hún væri
sem lengst í burtu. Þetta hafði Cornelius Wulff
séð, þegar er jómfrúin kom til íslands, því hann
réði henni strax til að snúa þá þegar viö til Kaup-
mannahafnar og lifa þar á framlagi amtmanns. Hun
hafði þó ekki viljað heyra það, heldur sagt, að
„ég get ekki látið mér koma til hugar að yfirgefa
svo herra minn“. Sjálfri var henni þó farið að verða
það ljóst fyrri part árs 1724, að nauðsynlegt myndi
vera, að hún flytti sig af Bessastöðum, og var hún
að ráðgera að fara þaðan, ef vorskipin færöu henni