Blanda - 01.01.1936, Side 347
34i
ekki neina leiSréttingu hennar mála, og ílytja sig
aö Hausastööum til maddömu Margrétar Elisabet-
har Boyens, ekkju Ólafs Pálssonar prófasts í Görö-
um, eða þá að Breiðabólsstað, „svo að ég geti ver-
ið í nágrenninu, og þar ætla ég að láta reisa mér
litla stofu“. Eitt sinn bar svo við, að árekstur varð
milli þeirra maddömu Holm og jómfrúarinnar, og
skiptust þær á ófögrum orðum, sem sýndu, hvernig
heimilisbragurinn var á Bessastöðum. Maddama
Holm hrækti á eftir jómfrúnni og hrópaði: „Svei
þér, skepnan þín“, en jómfrúin hrækti á móti og
sagði: „Svei þér, garnla mellumóðir". Ætlaði mad-
daman þá að ráðast á jómfrúna með trélurk, en hún
flúði í hús sitt. En jómfrúin sagði Wulff frá þessu,
en það var eftir að hún þóttist hafa orðið fyrir
fyrstu eiturbyrluninni, réð hann henni til að taka
með sér nokkuð af nærfötum og utanyfirfötum og
þykjast fara í orlofsferð sína til lögmannshjónanna
í Nesi, Niels Kiær og Þórdísar, en halda þar síðan
kyrru fyrir, unz vorskipin væru komin, en hún
svaraði því þá til: „Nei, vist get ég ekki yfirgefið
minn herra, mér mundi ekki vera mögulegt að lifa
þar fyrir þrá“. Þó að jómfrúin vildi ekki fara af
Bessastöðum, eða öllu heldur úr nánasta nágrenni
þeirra, þá vildi hún eftir þessu samt fegin komast
undan handarjaðri amtmannsfólksins, enda hafði
hún nokkrum sinnum beðið landfógeta að taka sig
á sitt heimili. Hann kvaðst þó ekki þora það vegna
væntanlegrar reiði amtmanns, enda höfðu orðið deil-
ur með þeim út af hjálpfýsi hans við hana, og ekki
hefur hún heldur í þeim geðsmunaæsingi, sem hún
var i, getað verið neitt þægilegur heimilisnautur. Af
þessu er fullljóst, að þó að amtmannsfólkið hafi
viljað gera jómfrúnni ómögulegt að vera á Bessa-
stöðum, og til þess var allur viðurgjörningurinn