Blanda - 01.01.1936, Síða 349
343
svo góð við sig eins og varð“, hvort sem nokkuð
má leggja upp úr orðum prestsins eða ekki. Mad-
dama Holm, sem var af lágum stigum, virðist hafa
haft geysilegan áhuga á, að dóttir hennar gæti átt
jafnvirðulegan embættismann og amtmaður var, og
hafa verið til í flest til þess, að það rnætti takast,
eins og atvikið með galdramanninn sýnir. Hún átti
í sífelldum illindum við jómfrúna, og þær hvor við
aðra, og verður ekki betur séð, en að hún hafi ver-
ið potturinn og pannan í því að koma jómfrúnni
burt, og gera henni Bessastaðavistina ómögulega.
Af öllu, sem fram kemur í málinu, virðist manni
hún vera einna líklegust til að svífast einskis, ef
svo bar undir, og þó verður ekki sagt, að neitt
sannist beinlínis upp á hana. En það virðist ljóst,
að hafi jómfrúnni verið gert eitthvað til miska, þá
muni höfundarins þar að leita, sem hún er. í þessu
sambandi er athugandi, að það fór fyrst að harðna
verulega á dalnum fyrir jómfrú Schwartzkopf
haustið 1723, en þá hafði hún með haustskipunum,
að því er Wulff segir frá, ritað konungi og beíSizt
úrskurðar um, að Fuhrmann skyldi ganga að eiga
hana. Nú á dögurn tekur enginn til þess, þó að pilt-
ur eða stúlka rjúfi eiginheit hvort við annað, og
verður engin frekari rekistefna út úr því, en þetta
var á allt annan veg í fyrri daga, og amtmanns-
fólkið gat, ef svo bar undir, eftir þessi skrif jóm-
frúarinnar, átt allra veðra von með komu vorskip-
anna, enda var jómfrúin einmitt að bíða þess með
ákafa, „hvað gott frá Kaupmannahöfn upp á bréfin
sé úrskurðað". Ef nokkur hugur var á því að losa
sig við jómfrúna, þá gat ekki hjá því farið, að
hann ykist stórum eftir að hún var búin að senda
frá sér þessi bréf, 0g að heppilegt þætti. að hún
væri frá. þegar úrskurðirnir kynnu að koma, hvern-