Blanda - 01.01.1936, Page 350
344
ig sem þeir yrðu. Og það vill svo einkennilega til,
að veikindaköst jómfrúarinnar hefjast rétt eftir
burtför haustskipanna, og það stendur heima
strokkurinn og mjaltirnar með þaS, að um svipað
leyti og vorskipin koma, andast jómfrú Schwartz-
kopf.
Veturinn eftir að jómfrú Schwartzkopf dó, I724
—1725, dvaldist Cornelius landfógeti Wulff í Kaup-
mannahöfn. Þó a'S hann segi þaS hvergi beinlín-
is, virSist af öllu, er frá hans hendi kom fram í
málinu, sem hann hafi veriS fullkomlega sannfærS-
ur um, aS jómfrú Schwartzkopf hafi veriS ráSin
af dögum, og þótt hann orSi þaS hvergi, sýnist eng-
inn vafi á, aS hann eigni amtmannsfólkinu verkiS,
sérstaklega mæSgunum, og fyrst og fremst mad-
dömu Holm. ÞaS þarf ekki aS efa, aS hann hefur
sagt Franz bróSur hennar1) frá málavöxtum, eins
og þeir komu honum fyrir sjónir, og varS þaS til
þess, aS Franz Schwartzkopf snéri sér til konungs
meS kæru yfir morSinu. Konungur ritaSi stiftamt-
manni, sem þá var Raben aSmíráll, um aS máliS
yrSi rannsakaS, en stiftamtmaSur lagSi til viS kon-
ung 5. maí 1725, aS Þorleifur prófastur Arason á
BreiSabólstaS og Hákon Hannesson sýslumaSur í
Rangárvallasýslu yrSu skipaSir umboSsdómarar
1) Prófessor Matthías Þórðarson þjóðminjavörður get-
ur þess í ritgerö sinni i Árbók Fornleifaféiagsins 1929
„Nokkrar Kópavogsminjar", að um þessar mundir hafi
verið til gullsmiður i Kaupmannahöfn, er hét Daníel
Schwartzkopf. Hefur prófessor Matthías sagt mér, að til
sé í þjóðminjasafni Dana silfurskjöldur af kvenbúningi,
sem hann hafi ástæðu til að ætla, að hafi verið úr eigu
jómfrú Schwartzkopf eftir Daníel þennan, og hafi hann
að líkindum verið bróðir jómfrúarinnar, sem vel má vera,
en ekki kemur hann neitt við sögu málsins.