Blanda - 01.01.1936, Síða 351
345
Var þaö gert 17. maí, og jafnframt var Siguröur
sýslumaður Sigurösson í Árnessýslu skipaöur sækj-
andi. Hljóða bæði skipunarbréfin upp á það, að
rannsaka, hverir kunni að vera valdir að verk-
inu eða meðvitendur eða samsekir, og verði þess
auðið, er dómurunum skipað að dæma, og síðan
iáta þeim, sem hlut eiga aS máli“ afskrift aí dómn-
um í té. Dómararnir vóru, er til kom, að alveg ó-
rannsökuðu í engum vafa um, hverir það væru,
„sem hlut eiga að máli“, því að þeir stefndu „yður
maddama Pipers, Katharina Holm, og yður dóttur
hennar, Karen Holm, ásamt yður veleðla og vel-
byrðugum herra amtmanni Nielsi Fuhrmann, svo
sem húsbónda þessara kvenna, til þess að hlýða á
vætti ofangreindra manna, og hvert um sig að verja
ykkur, eftir því sem ykkur er hægt að lögum“.
Mótmæltu þau ekki þessu, sem þau hefðu átt að
gera, unz einhver bönd bárust að þeim við rann-
sókn málsins, svo að þau yrðu ákærð um glæpinn.
Þau tóku þessu þvert á móti eins og sjálfsögðum
hlut, og maddama Pipers bað amtmann að skipa
Jón klausturhaldara Þorsteinsson verjanda sinn,
sem hann og gerði. Og amtmaður gerði meira, hann
fór þess á leit við umboðsdómarana, að Poul Kinch,
sem síðar verður nefndur, yrði stefnt til sakar um
að hafa gefið rangan vitnisburð í Kaupmannahöfn
um andlát jómfrú Schwartzkopf, enda þótt umboðs-
skráin næði alls ekki til slíks. Það er ekki gott að
gizka á, hvað þessu hafi valdið, hvort almannaróm-
ur hafi verið búinn að bíta þetta fólk svo.að þaðhafi
ekki gáð þess, hvert efni umboðsskrárinnar var,
eða hitt. að þau hafi verið sér þess svo ríkt með-
vitandi, að þau væru hinir réttu aðiljar. Hitt er
víst, að þetta er eftirtakanlegt.
Rétturinn var settur í Kópavogi 29. ágúst 1725,