Blanda - 01.01.1936, Page 352
346
og stó'ðu réttarhöldin óslitið fram til 28. septem-
ber, en þá yfirgaf Hákon sýslumaður réttinn, að
því er virðist vegna hlutdrægni síra Þorleifs. Varð
nú hlé í 8—10 daga, en er rétturinn var settur aft-
ur, þá lýsti Hákon því yfir, að hann myndi ekki
frekari afskipti hafa af málinu. Fóru svo leikar,
að sira Þorleifur dæmdi einn, og sýknaði þær
mæðgur af allri sekt um eiturbyrlun við jómfrú
Schwartzkopf. Byggðist dómurinn á því, sem jóm-
frú Schwartzkopf sjálf átti að hafa sagt, og á því,
að þær mæðgur áttu ekki að hafa fjallað neitt um
þann mat, sem jómfrú Schwartzkopf neytti.
Af því, sem kom fram í málinu, var ekkert, sem
afsannaði þann orðróm, er lagzt hafði á, að þær
mæðgur hefðu drepið jómfrú Schwartzkopf á eitri,
en það, sem studdi hann, var annarsvegar með þeim
ágöllum, að það var flest beinlínis haft eftir jóm-
frúnni sjálfri, og var því ekki hægt að byggja á
því neinn dóm, en hinsvegar studdust ummæli henn-
ar svo vel af ýmsu öðru, að það skapar nokkrar lík-
ur.
Aðalvitnisburðirnir eru þrír, vitnisburður Corne-
líus Wulffs landfógeta, Svend Larsens snikkara-
sveins í Kaupmannahöfn og vitnisburður Poul
Kinchs, einhverskonar starfsmanns eða verkamanns
við verzlunina á Eyrarbakka. Höfðu tveir hinir síð-
arnefndu borið vætti sitt fyrir notarius publicus í
Kaupmannahöfn vorið 1725, en vætti Wulffs var
borið í Kópavogi.
Vitnisburður landfógeta er einstakur í sinni röð.
Það skin alls staðar út úr honum hin eðlilega með-
aumkvun góðs manns með hinum umkomulausa ein-
stæðingi. Á öllu er auðséð, að hann segir satt og rétt
frá því, sem hann veit, og hinn einfaldi, óbrotni
frásagnarháttur gerir vitnisburðinn beinlínis að