Blanda - 01.01.1936, Page 353
347
Tjókmenntum, en þaí5 er mein, aö hann hefur sama
sem ekkert fram að bera, nema það sem jómfrú
Schwartzkopf hefur sagt honum. Lýsingin á öllum
veikleika jómfrúarinnar og rás atvikanna mun þó
vera rétt rakin, og er mikil leiöbeining að því.
í nóvember 1723, segir landfógeti, hafi jómfrú
Schwartzkopf komið til hans og sagt honum, að
hún hafi nýverið beðið um að fá graut, sem stúlkan
Sigríður hafi fært henni, og hafi henni þá þótt sem
grauturinn lyktaði af sal volatile (ammoniak).
Sagði hún þá við stúlkuna: „Hvað hefur verið látið
í grautinn, kom þú og bragða þú á honum“, en því
■neitaði stúlkan og gekk leiðar sinnar. Þá kom inn
Maren Jespersdóttir, þjónustustúlka amtmanns, sú
hin sama, er var í útvegum um galdramanninn, og
bað jómfrúin hana að bragða á grautnum, sem hún
og gerði, og kvað vera óbragð að honum. Kvaðst
jómfrúin þá ætla að sýna amtmanni grautinn næsta
dag og setti hann upp á ofn, en um morguninn fyr-
ír fótaferðartíma kom Maren og tók grautinn
hurtu. Af þessu, og vegna þess að Sigríður vildi
ekki á grautnum bragða, grunaði jómfrú Schwartz-
hopf, að þarna hefði átt að byrla sér eitur. Nokkru
seinna sendi jómfrúin til landfógeta og bað hann
gera sóknarprestinum boð að sakramenta sig og
jafnframt að láta hana fá pela af heitu víni, sem
hvorttveggja var gert. Skömmu þar eftir átaldi amt-
maður þessa greiðvikni landfógeta og bar fyrir sig,
að hann hefði engan frið i húsi sínu á næturnar
fyrir áhlaupum jómfrúarinnar. Hafði hann eitt sinn
átalið þetta við hana, og hafi hún þá ætlað að hár-
reita hann, svo að hann hafi orðið að berja á henni.
Þá segir landfógeti ennfremur: „Nokkru síðar (þ.
e. veturinn 1723) kom jómfrúin enn til mín, 0g
kvartaði undan því að hafa verið veik, og greip