Blanda - 01.01.1936, Síða 354
34§
sóttin hana svo æsilega, a'ö brjóst hennar og líf
þandist svo, aö henni fannst þau myndu springa,
og sagöi: „Guð gaf, aö ég fór að selja upp, og það
svo ákaft, að ég jafnaði mig ekki af því í viku'h
„Af hverju vildi jómfrúnni þetta til?“ hlaut ég að
spyrja, og sagði hún mér það þá, en ég man nú
ekki, hvort að var af mat eða drykkjarföngum".
í marz 1725 kom jómfrúin til Wulffs „hjartanlega
aum og örvingluð“, og kvaðst nú engan frið hafa
á næturnar fyrir ángist við, að um sig væri setið.
Talaði hún urn veikindi sín um haustið, um að pilti
Páls Vídalíns lögm. og Sigurði nokkrum Gamlasyni
hefði verið boðið fé til að stytta sér aldur, og hún
sagði líka frá því. að Skæringur nokkur Jónsson
hefði nótt eina um haustið verið í herbergi Marenar
Jespersdóttur við að byrla sér einhverja ólyfjan,
en af því að amtmaður væri hættur að matast með
henni, væri nú hægara um vik að koma sliku ofan í
hana. Kvaðst hún nú ekki standast þetta lengur, en
vildi fyrirfara sér. Wulff reyndi a<5 hugga hana og
talaði um fyrir henni.
Hinn 20. apríl varð jómfrúin aftur veik, og 23.
eða 24. maí sendi hún eftir landfógeta. Var hún
mjög aum, er hann kom, og var hún með klukku-
strenginn bundinn um úlnliðinn, því fingurnir voru
máttlausir með öllu. Sagði hún honum þá, að þser
mæðgur hefði gefið henni eitur. Kvaðst landfógeti
hafa heyrt allmiklu fleygt um það, en ekki trúa öllu,
sem sagt væri. Sagði hún, að seint um kvöldið 19.
apríl hefði sér verið sendar þrjár vöflur, og var
mikill sykur á tveim hinum efstu, að því er hún
hélt, og þær borðaði hún, en sú neðsta var sykur-
laus, og hana skildi hún eftir. Meðan jómfrúin
sagði þetta, kom inn Maren Jespersdóttir og spurði.
hvort ekki hefði verið hringt, en svo var ekki. Sagði