Blanda - 01.01.1936, Side 356
35°
í mig fengið, heldur halda þær þessu áfram enn,
því aö nú get ég ekki hrært hendurnar, og verö að
taka við þvi. sem þær rétta að mér, en ég veit
þetta af þessu atviki. Það hélt hæna til hér í stof-
unni hjá mér, og hér um morguninn gaf ég henni
nokkuð af graut, sem þær höfðu sent mér, og verpti
hún eftir það undarlegu eggi og dó svo af því“.
Þetta voru orö jómfrúarinnar við landfógeta, en
hann sagöi henni, að nú skyldi hún búast við dauða
sinum og ráðstafa húsi sínu. Bað hún þá landfó-
geta að sjá svo til, að hún fengi heiðarlega útför
með sama hætti og tíðkaðist í Kaupmannahöfn, og
það með, að hún yrði jarðsett í kór Bessastaða-
kirkju á brúðarserk sínum. Hún ráðstafaði og reit-
um sínum til ýmsra manna, er henni höfðu verið
vel. Marenu vildi hún þó ekki láta víkja neinu, því
að fyrir skömmu hafði hún beðið jómfrúna um sálu-
gáfu, og hafði hún þá gefið henni gamlan brúnan
kjól og pils fóðrað með multum, en það er léttþæfð-
ur, ólóskorinn ullardúkur. Nokkru seinna hafði hún
komið aftur og hent þessu í jómfrúna og sagt, að
þetta „gæti hún haft sjálf og djöfulinn í tilbót“ og
síðan barið hana í framan með báðum höndum,
þar sem hún lá í rúminu. Að þessu heyrðu kvaddx
landfógeti jómfrúna og sá hana ekki síðan á lífi.
Jómfrúin hafði haft oi'ð á þvi, að hana langaði til
að tala við amtmann, og nefndi Wulff það við hann,
en það kom þá upp úr dúrnum, að amtmaður hafði
lokað stúlkuna inni og haft á sér lykilinn, svo að
enginn skyldi heimsækja hana. Þriðjudagskvöldið
20. júní kom Piper til landfógeta og sagði honum,
að nú væri jómfrúin látin, og fékk honum lykil að
húsi hennar. Fór hann þangað og tók til það, sem
þurfti til útfararinnar, en þá fannst ekki brúðar-
serkurinn, sem átti að vera með kniplingum, og 4