Blanda - 01.01.1936, Page 357
35i
sléttra dala virði. Síðan innsiglaSi hann allt saman.
Þetta er vitnisburður Wullfs landfógeta, og segist
hann hafa ritað öll samtölin hjá sér jafnóðum og
þeim var lokið.
Vitnisburðir Larsens og Kinchs eru mjög á sömu
lund, en Larsens betri að því leyti, að hann gefur
nokkrar upplýsingar frá sjálfum sér. Larsen snikk-
arasveinn segist hafa komið á iBessastaði 14 dögum
síðar en jómfrúin. Mötuðust þau þá saman jóm-
frúin og amtmaður, en hann svaf í tjaldi, unz Lar-
sen var búinn að koma upp fyrir hann sérstakri
íbúð í Bessastaðastofu, þar sem hann gat verið út
af fyrir sig. Mötuðust þau alltaf saman fram undir
Mikkjálsmessu (29. sept.) 1724, þar til skipin voru
farin, sem jómfrú Karen Holm hafði komið með,
en hættu því þá. Sama sumar sá hann eitt sinn
Sigurð Amonsen (líklega Gamlason) standa í vegi
fyrir jómfrúnni, og sagði hún þá: „Dreptu mig nú,
svo að þú getir fengið þá 50 dali, sem þér hafa verið
lofaðir.“ Bað Sigurður guð varðveita sig fyrir
slíku, og fór burt. Kom amtmaður síðan til jóm-
frúarinnar og spurði, hvaða uppsteit hún væri með.
Lét hann eftir það kalla allt fólk á bænum einn og
einn í einu, og Larsen með, inn í híbýli jómfrúar-
innar, og stóð Piper fyrir dyrum og þreif í frakk-
ann á hverjum einum, og talaði við hann áður en
hann færi inn, „og þar eð ég var meðal hinna síð-
ustu“, segir Larsen, „frétti ég síðar hjá hinum, að
Piper hefði sagt við þá: „Segið nei, eða það fer illa
fyrir ykkur“. Þegar ég sagði það, sem ég hafði
heyrt nefndan Sigurð Amaesen (líklega Gamlason)
segja i eldhúsi landfógeta, nefnilega að maddama
Holm hefði boðið honum 50 dali til þess að fyrir-
fara jómfrú Schwartzkopf, og þegar ég var farinn
út, sendi amtmaður þjón sinn eftir mér, að ég skyldi