Blanda - 01.01.1936, Page 358
352
koma til hans í ibúS hans, sem og varö, og ávítti
hann mig fyrir að tala of mikið jómfrú Schwartz-
kopf í vil og gera mér oft títt um hana, og bann-
aði hann mér það, ef ég vildi heita heiðarlegur
maður. Þar til svaraði ég: „Eg hefi ekki sagt
meira en ég hefi heyrt og séð, og við það stend
ég“, en hann anzaði mér þar til: „í guðs bænum,
hafið ekkert saman við hana að sælda.“ „í byrjun
maí 1724 kom Larsen til jómfrúarinnar, og sá hann
þá á gólfinu, að hún hafði selt upp, og spurði um
ástæðuna. Sagði hún honum nú söguna af vöflun-
um með sama hætti og hún hafði sagt landfógeta,
og bætti því við, að stúlka amtmanns hefði sagt
sér og fleirum, að maddama Holm hefði spurt sig,
hvernig væri um jómfrú Schwatzkopf, og er stúlk-
an anzaði, að hún hefði selt upp, þá hafi maddaman
svarað til þessu: „Djöfullinn hlaupi í hana. Með
þessu lagi getur hún lifað í 10 ár“. Nokkru seinna
kom Larsen aftur til jómfrúarinnar, og sagði hún
honum þá söguna af grautnum, sem enn stóð þar á
stól, og kvaðst hún neyðast til að borða hann fyrir
hungurs sakir. Sagði hún honum og, að Maren
Jespersdóttir hefði borðað með henni af grautnum
og orðið veik, eins og hún. Sjálfur frétti hann næsta
dag, að maddama Holm hefði gefið Maren svita-
meðal eftir grautarátið, en þó hefði hún legið í 3
daga. Jómfrú Schwartzkopf hefði aftur á móti ensr-
in meðul fengið og því koðnað niður með hálf- 00
aldauða útlimi, unz hún andaðist. Urn Maren væri
það að segja, að er hún um sumarið kom af Alþingi
með amtmanni, sat hún kvöld eitt á eldstæðinu og
barmaði sér yfir vondri heilsu sinni. Spurði Larsen
hana þá, hvað að henni amaði, en hún svaraði:
„Þegar ég borðaði af grautnum með jómfrú
Schwartzkopf, át ég ofan í mig djöfulinn“. Eftir það