Blanda - 01.01.1936, Síða 359
353
segir Larsen, að smádregiS hafi af stúlkunni, svo
aS hún um síSir hafi orSiS aS fai-a úr vistinni, og
til prestsekkju einnar, enda þótt hún hefSi svariS
aS fara af landi burt eSa drekkja sér, „og heyrSi
ég þá“, segir Larsen, „maddömu Holm segja viS
hana: „ÞaS varSar viS lög, því þú hefur svariS.
Sankti Pétur sór rangan eiS, og þó tók fjandinn
hann ekki“. Nefnir hann meS nöfnum 18 manns,
sem hlustaS hafi á þetta tal. Þá segir hann og sög-
una af hænunni, og bætir því viS, aS amtmaSur
hafi gert ítrekaSar tilraunir til aS ná hræinu, en
ekki fengiS.
Poul Kinch kom til BessastaSa nokkru eftir aS
jómfrúin hefSi lagzt banaleguna, og heimsótti hana
til aS skila kveSju til hennar frá vinum hennar í
Kaupmannahöfn. SagSi hún honum alveg sömu
sögurnar og hún hafSi sagt landfógeta og Larsen,
og vottar hann undir eiSs tilboS, aS þetta hafi hann
til hennar heyrt, en frá sjálfum sér getur hann
ekki vottaS annaS, en aS hann hafi persónulega séS,
hvaS hún hafi veriS máttfarin, svo aS hún hafi orSiS
aS kippa í klukkustrenginn meS munninum.
Vitni þeirra HolmsmæSgna og amtmanns voru
yfir höfuS neikvæS. Þau votta, aS þau hafi ekki
heyrt eSa vitaS, aS jómfrúnni hafi veriS fyrirfariS
á eitri eSa á annan hátt, sem ekki sannar neitt, en
þau geta auSvitaS ekki vottaS, aS þau viti til áS
jómfrúnni hafi ekki veriS fyrirfariS. Síra Björn
Jónsson Thorlacius í GörSum og síra Halldór Brynj-
ólfsson á Útskálum, sem báSir höfSu talaS viS jóm-
frúna í banalegu hennar, segja, aS hún hafi aldrei
þaS viS þá nefnt, aS sér hafi veriS byrlaS eitur.
Margrét Elisabeth |Boyens, ekkja sira Ólafs i GörS-
um, sem eitt sinn heimsótti jómfrúna í veikindun-
um, segir sama og þaS meS, aS jómfrúin hafi sagt
BlancJa VJ. 23