Blanda - 01.01.1936, Page 360
354
við sig, aö veikindin myndu stafa af því, aö húu
á móti vana heföi ekki látiiS taka sér blóö lengi,
en þaö þótti í þá daga holt, aö ]?að væri gert aö
jafnaði. Hún getur og þess, aö hún hafi þvegið
likinu af jómfrúnni og lagt það til og verið síöar
viö aö kistuleggja það, en ekki séð, aö likið væri
i neinu frábrugðiö likum annara manna, er á sótt-
arsæng deyja. Móti vitnisburöi hennar að þessu
leyti standa hinsvegar vitnisburðir Niels varalög-
manns Kiær og Þórdísar konu hans, sem bæði voru
viö kistulagninguna, og vottar hann svo um útlit
líksins: „Ég sá hinn dauða líkama liggja á borðinu
í ofnstofunni, svo vel klæddan, sem göfugu liki
sæmir að dönskum siö. Ég sá hana (þ. e. jómfrúna)
einnig á sama hátt eftir að búiö var að leggja hana i
hina ytri kistu hennar, og ég tók á höndum hennar,
og voru þær eins mjúkar og liðugar og höndur
nokkurs lifandi manns geta verið, og voru tveir blá-
ir blettir á hvorri um sig, hvor upp af öðrum. And-
lit hennar athugaði ég einnig, og voru varir hennar
svartbláar og nokkrir bláir blettir á stærð við stóra
tituprjónshausa til og frá um andlit hennar.“ Þór-
dis Kiær segir svo frá um ástand liksins í vitnis-
burði þeim, er áður hefur verið vitnað í um galdr;.-
manninn: „Þegar ég athugaði hinn dauða líkama
hennar, sem sé höndurnar upp að handleggjum og
andlitið, þá votta ég, að á andliti hennar sá ekkert,
nenra að varir hennar voru svartbláar, og á hvorri
hönd voru tveir bláir blettir, stæri bletturinn á hend-
inni, en minni bletturinn dálítið hærra upp i áttina
til handleggsins. Líkarni hennar var að mínu viti
alls staðar mjúkur og liðugur."
Peder Ernst, þjónn amtmanns, segist ekki vita
til þess, að jómfrúnni hefði verið byrlað eitur, eða