Blanda - 01.01.1936, Side 362
356
ati líkaminn hafi veriö eSlilega stirSur, en þai5 haföi
þeim Kiærshjónum ekki þótt.
SíSasta vitniö er Maren Jespersdóttir, sem virðist
hafa staöiö atvikunum allnærri, þótt ekki vildi hún
játa þaö. Hún kvaö sér, eins og hinum vituum
amtmanns, vera ókunnugt um, aö jómfrúnni heföi
veriö byrlaö eitur eða henni veittur bani. Hún játar
þaö, aö hún hafi búið til grautinn og vöílurnar
og reitt þær fram fyrir jómfrú Schwartzkopf, og
hafi enginn fjallaö um þennan mat, nema hvaö hún
ekki kveöst geta fortekið, að jómfrú Holm kunni að
hafa stráö sykri á grautinn.því að þaö hafi húnstund-
um gert. Hún sagðist hafa bragöað á grautnum, þótt
hann svo góöur,aö hún heföi gjarnan viljaöborðaaf
honum meira, og sé fjarri því,aö sér hafi orðið meint
af, en satt sé þaö, að hún hafi verið veik, Ijæöi
fyrir og eftir, og hafi því valdið tíöateppa. Hún
heföi aö vísu heyrt það á jómfrú Schwartzkopf, aö
hún heföi veriö hrædd um, aö sér hefði verið byrl-
aö eitur i grautnum, en hún heföi þó horfiö frá
þvi. Um hænuna sagöi Maren, aö hún — Maren —
heföi sjálf fargaö henni, og þaö væri fjarri því, aö
hún hefði verpt undarlegu sprekklóttu eggi, held-
ur heföi hún verpt kalkskurnlausu eggi, eins og
ekki væri dæmalaust. Hvaö sjúkdómi jómfrúarinnar
viövíkur, heföi hún sjálf þótzt vera meö óheilbrigt
blóð og því viljaö láta taka sér blóð, en fallið frá
því aftur. Hún hefði og kvartað undan því, aö hún
væri meö skyrbjúg, og hefði holdið á fæti hennar
ekki risið aftur, þegar Maren þrýsti á. Jómfrúin
heföi ennfremur kvartaö undan því, aö hún væri
eins máttlaus í vinstri hlið eins og heföi hún fengiö
slag, og stundum heföi hún þótzt vera meö höfuö-
verk. Hún vildi alls ekki kannast viö aö hafr. beðið