Blanda - 01.01.1936, Page 363
357
maddömu Kiær aö vera í útvegun um galdramann.
Hún var og látin vitna um það, hvernig tunga jóm-
frúarinnar hefði verið í banalegunni, og kvað hún
hana hafa verið hvíta og sprungna, en líkið taldi
hún, að hefði verið mjög stirt. Þessi síðustu ummæli
urðu til þess, að Niels Kiær kom fram með mótmæli
gegn því, að Maren vitnaði nokkuð ofan í eiðfestan
vitnisburð konu hans.
Þegar málsskjölin og dómur sira Þorleifs Ara-
sonar komu til Kaupmannahafnar 1726, þótti allt
þetta heldur ófullnægjandi, og framkoma síra Þor-
leifs var talin hafa hindrað réttan framgang máls-
ins, sem óneitanlega er satt, því hann hafði gripið
inn alls staðar, þar sem eitthvað virtist ætla að
koma fram málstað þeirra Hólmsmæðgna tií
ógagns. Var nú skipað að taka málið upp af nýju,
og var Jóni biskupi Arnasyni bætt í dóminn. Var
siðan málið tekið upp aftur af þessum dómstóli uni
sumarið, en ókunnugt er um þann málarekstur, þvi
að málsskjölin eru ekki til, en þó sýnist á hæsta-
réttardómum, sem gengu í nokkrum einkamálum,
er út úr þessum málaferlum hlutust, sem dómsnið-
urstaðan hafi að þessu sinni orðið hin sama og í
fyrra skiptið.
í konungsbréfinu frá 17. maí 1725 um upptöku
málsins, er svo til tekið, að dómi umboðsdómsins
skuli skjóta til hæstaréttar. Ætti hann eftir því að
hafa komizt þangað, en ekki er það beinlínis sann-
anlegt, að svo hafi verið, enda skjöl hæstaréttar frá
þeim tíma brunnin. Víst er hinsvegar um það, að
ekki urðu þau Holmsmæðgur og amtmaður fyrir
neinum hegningum, og verður af því að álykta, að
annaðhvort hafi verið látið sitja við umboðsdóm-
inn, eða að hann hafi verið staðfestur af hæstarétti.
Þá er eftir að athuga, hvað kunni að vera sann-