Blanda - 01.01.1936, Side 365
359
samband við sykur, sem hefur veriö á matnum, og
telur hún, aS í annað skiptiö hafi hann veriö tneð
annarlegum hætti. Þetta bendir eindregiö til, að
eitthvaö þaö hafi verið í matnum, sem hafi valdið
þessu. Það styrkir og gruninn um, að ekki hafi
verið um eðlilega sótt að ræða, að hún i þriðju at-
rennu dró jómfrúna til dauða, og ekki sízt það, að
það verður að telja sannað, að stúlkan Maren Jesp-
ersdóttir hafi veikzt af því, að hún í eitt þessara
skipta borðaði af mat jómfrúarinnar. Sanna það
vitnisburöir um orð, sem hún hefur haft út af þessu,
og það, að hún hefir ekki treyst sér til að neita veik-
indunum, en talið þau hafa verið bæði fyrir og eftir
aÖ hún borðaði, og þó ekki sízt það, að vitni, sem
var vilhallt undir amtmann og fyrst hélt því fratn,
að Maren heföi ekki orðið veik, varð síðar að játa,
aö Maren hefði oröið veik eftir að hafa borðað
þennan graut, þó með þeirri skýringu, að það væri
eftir en ekki af því. Af þessu verður að álykta, að
jómfrúin muni hafa látizt af einhverju, sem kom-
izt haföi ofan í hana, eða öllu heldur verið komið
ofan í hana, sem skyldi mega ráða af því, að köstin
endurtóku sig þrisvar með sama hætti. Útlit líks-
ins, sem samtíðin virðist hafa lagt mjög mikið upp
úr, er að vísu eftfirtektarvert, en ekki mun þó fylli-
lega óhætt að leggja neitt verulegt upp úr því.
Þá er eftir að athuga, hvort jómfrúnni muni hafa
verið byrluð einhver ólyfjan til að bana henni, eða
hvort ólyfjanin hafi komizt ofan í hana ófyr-
irsynju. Þessu er svarað að nokkru hér að ofan, því
að þar sem atrennur sjúkleikans voru þrjár, er lík-
legt, að ekki hafi tilviljun ráðið, að eitrið komst í
jómfrúna. Sagan um sendiferð Marenar til
maddömu Kiær til þess að útvega galdramann til að
fyrirfara jómfrú Schwartzkopf, sýnir, hver vilji