Blanda - 01.01.1936, Page 369
363
allra kvikinda líki og sindruSu út írá honum eld-
glæringar." Slíkar og þvílíkar sögur hafa skotiS
mönnum skelk í bringu, því ai5 draugatrú var þá
bráðlifandi. ForöuSust rnenn því kofann, nema í
ýtrustu neyS, og hefir óefaS margur af því orSiS
úti á þessari leiS. Fóru menn nú aS sjá, aS þetta
ástand var óþolandi. Samgöngur lokaSar milli
Reykjavíkur og SuSurlands allan veturinn og mann-
skaSar tíSir.
Fyrsta sporiS í þá átt, aS gjöra samgöngur greiS-
ari, var aS flytja kofann úr Svínahrauni upp á Kol-
viSarhól. Fivatamenn þess voru þeir síra Páll Matt-
híassen í Arnarbæli og Jón Jónsson, bóndi á Ell-
iSavatni. Var kofinn fluttur upp á Hólinn áriS 1845.
Var aS þessu nokkur bót, enda fækkaSi slysförum,
því aS nú var hægara aS finna kofann.. Draugatrúin
bvarf aS mestu. Spýtur voru fluttar úr garnla kof-
anum og látnar í hinn nýja, en mörgum hafSi þó
veriS lítiS um þaS. Töldu aS eitthvaS óhreint fylgdi
þeirn.
Nú liggur þetta sæluhúsamál niSri í 28 ár.
ÁriS 1873 er þaS aftur vakiS upp af þessum þremur
mönnum: GuSmundi Thorgrímsson, verzlunarstjóra
á Eyrarbakka, síra Jens Pálssyni, presti aS Arnar-
bæli í Ölfusi, og Randrup lyfsala og konsúl í Reykja-
vik. Hugsun þeirra var, aS á KolviSarhóli yrSi reist
svo veglegt hús. aS í því gæti búiS gestgjafi, sent
veitti móttöku og hýsti vegfarendur, léti þeim í té,
ef meS þyrfti, rúm, mat og kaffi, svo og hús og hey
handa hestum þeirra. Hófu þeir nú fjársöfnun í
þessu skyni, en svo virSist sem undirtektir væru
daufur, því aS ekki höfSu safnazt nema 10 rd. og
18 sk., þegar komiS er langt fram á áriS 1874.
Þótt ekki blési byrlega, gáfust þeir ekki upp. ÁriS
1876 rituSu þeir enn um máliS og skoruSu nú fast-