Blanda - 01.01.1936, Page 371
365
5696), Einarssonar í Varmadal Rangárvöllum
(fæddur 1661) Sveinssonar.
Á KolviSarhóli átti Ebenezer viS erfiöleika aS
stríöa, og er þaö skiljanlegt, þar sem ekki var á
■öðru að lifa en greiðasölu til ferðamanna, sem ekki
höfðu gjaldeyri, nema af skornum skammti. Sezelja
Ólafsdóttir, kona Ebenezers, sagði, að sér hefði
livergi liöið eins illa um æfina. Þar hefði hún liðið
bæði hungur og kulda. Vorið 1879 flytzt Ebenezer
frá Kolviðarhóli eftir hálfs árs dvöl þar. Næstur
flytzt að Kolviðarhóli Ólafur1) bókbindari Árnason
frá Eyrarbakka. Ekki sést hann skrifaður þar fyrr
en 1880, og lítur þvi út fyrir, að enginn hafi verið
á ,,Hólnum“ í meira en hálft ár. Á Kolviðarhóli er
Ólafur til vorsins 1883, við eymdarkjör. Ferðamenn
gjöra það að blaðamáli, hve ófullkominn sé viður-
gjörningur hjá Ólafi. Þar fáist ekkert, nema kuldi,
og Ólafur og bústýra hans hafi ekkert til að lifa á.
Hóf nú Jón Jónsson landshöfðingjaritari fjár-
söfnun í Reykjavík til hjálpar gestgjafanum á Kol-
viðarhóli. Safnaði hann 64 krónum og keypti fyrir
þær olíu, kol og matvöru. Fluttu Ölfusmenn vör-
urnar upp á „Hólinn". Vorið 1883 flytzt Ólafur
burt, en þá flytzt að Kolviðarhóli Sigurbjöm tré-
smiður Guðleifsson, tengdasonur Hallberu á Lækj-
arbotnum. Sama vorið sezt líka að á „Hólnum“
Jón bóndi frá Stærribæ í Grímsnesi. Byggði hann
sér bæ framan í hólnum. Jón náði fljótt hylli ferða-
manna, svo að Sigurbirni var ekki við vært, enda
flýði hann brott eftir þriggja mánaða dvöl á Kol-
viðarhóli við litinn orðstír. Jón var af traustu bergi
1) Ólafur á Kolviðarhóli var sonur Árna bónda á Hlíð-
arenda, Ólafssonar í Múlakoti í Fljótshlíð, Árnasonar í
Múlakoti, Jónssonar.