Blanda - 01.01.1936, Page 372
366
brotinn og yfirvann hann erfiöleikana meö dugn-
aöi. Hann var fæddur á Minna-Mosfelli í Gríms-
nesi árið 1838. Var Jón bróöir Arnórs á Minna-Mos-
felli, fööur prófessors Einars hæstaréttardómara.
Voru þeir bræ'Öur synir Jóns bónda á Neí5ra-Apa-
vatni (fæddur 1810), Jónssonar, bónda á Reykja-
nesi í Grímsnesi (fæddur 1771), Sigurðssonar í Mið-
dalskoti í Laugardal (fæddur 1722), Sigurðssonar
i Flatatungu Jónssonar. Kona Jóns á NeSra-Apa-
vatni, móSir Jóns á Kolviðarhóli, var GuÖrún (fædd
1804), dóttir Jóns bónda á Neöra Apavatni í Gríms-
nesi, Jónssonar, og Ingveldar Jónsdóttur sama staö-
ar (dáin 1814) Sturlusonar á Þórustöðum (d. 1771)
Jónssonar s. st. Sturlusonr, Hallvarössonar á Seli,
Jónssonar á Seli Hallvarðssonar. Kona Jóns Hall-
varðssonar var Guðrún Sæmundardóttir, Jónssonar
refs í Gröf, sem drap Diðrik van Mynden í Skál-
holti 1539. Jón refur var sonur Sigurðar í Gröf Eg-
ilssonar, en systir Jóns refs var Guðrún fylgikona
síra Einars Ólafssonar í Görðum. Var Guðrún amma
síra Jóns Egilssonar annálaritara í Hrepphólum.
Ætt Jóns á Kolviöarhóli má rekja á fleiri vegu
til merkra manna. Kristín kona Jóns á Kolviðar-
hóli var dóttir Daníels bónda á Hæðarenda í Gríms-
nesi, fædd 1828. Daníel var fæddur 1775, sonur
Snorra Mnda í Ölvesholti í Holtum, Þórðarsonar
í Kvíarholti (fæddur 1693), Snorrasonar í Sauð-
holti í Holtum (fæddur um 1670), Þorvarðssonar
í Sauðholti, Snorrasonar. Kona Daníels á Hæðar-
enda var Ragnhildur (fædd 1798) Vigfúsdóttir
bónda á Fjalli á Skeiðum (fæddur 1773), Ófeigsson-
ar, bónda á NeistastöSum i Villingaholtshreppi i Flóa
(fæddur 1723), Sigmundssonar bónda í Vesturkoti
hjá Steinsholti í Gnúpverjahreppi. Upphaflega hét
Vesturkot Ófeigsstaðir. Þar bjó Ófeigur grettir, sem