Blanda - 01.01.1936, Page 373
3 67
óefað hefur numiS hinn efri hluta Gnúpverjahrepps
milli Kálfár og Stóru-Laxár. Frásögn Landnámu um
staShætti í landnámi Gnúpverjahrepps er villandi.
Sigmundur er fæddur 1661 og var Helgason. Sig-
mundur býr í Vesturkoti hjá Steinsholti 1735, þá
74 ára, og mun hann hafa verið síðasti ábúandi í
Vesturkoti. MóSir Ragnhildar, konu Daníels á HæS-
arenda, var Ingveldur, dóttir Helga bónda í Andrés-
fjósum (fæddur um 1720), ÞórSarsonar, bónda á
Álfsstööum, Jónssonar rauös, bónda í Fjalli, Jóns-
sonar.
Þegar Sigurbjörn var farinn frá Kolviöarhóli,
fluttist Jón í húsið uppi á Hólnum. Lét hann þó
bæinn standa fyrst og hýsti ferðamenn í honum.
Jón fór nú að græða út tún og jgirti með grjótgarði.
Mótak fann hann í gilskorning við austurenda Hús-
múlans, og sparaði sér með því kolakaup. Slægjur
keypti hann austur í Ölfusi. Fluttu ferðamenn oft
hey fyrir hann á hestum sínum út á „Hól“, og naut
hann þar vinsældar sinnar. Eftir komu þeirra hjóna
að Kolviðarhóli heyrðust engar kvartanir frá ferða-
mönnum um það, að ekki fengist það, sem um var
beðið. Þótt kröfur væru ekki gerðar háar af þeim
vegfarendum, sem þá komu helzt að Kolviðarhóli,
hefur þó þurft mikla fyrirhyggju til að sjá um, að
undan engu væri að kvarta. Næturgreiði var mjög
sanngjarn. Rúm kostaði frá 25 aurum upp í 50 aura,
kaffibolli brauðlaus 10 aura, með brauði 25 aura.
Hey var dýrast, og var það að vonum, því að dýrt
var að afla heyja á Kolviðarhóli. Lítinn styrk félck
Jón frá hinu opinbera. Þó mun hann árlega hafa
fengið 50 krónur úr sýslusjóði Árnessýslu, með því
skilyrði, að hafa alltaf til hey handa hestum ferða-
manna. Jón vakti fystur máls á því, að húsið á
Kolviðarhóli væri vátryggt fyrir eldsvoða, og var