Blanda - 01.01.1936, Side 374
368
það gjört 1880, en amtssjóöur borgaöi tryggingar-
gjaldiö. Jón og Kristín mörkuöu fyrstu sporin til
þess, sem Kolviöarhóll varö síöar, með öðrum orð-
um: þau byrjuðu að gjöra garðinn frægan.
Arið 1895 tekur Guðni Þorbergsson, tengdason-
ur Jóns, við gistihúsinu á Kolviðarhóli. Guðni átti
Margréti, dóttur Jóns. Þorbergur, faðir Guðna, bjó
á Arnarstöðum í Flóa. Var hann sonur Helga bónda
á Lambastöðum hjá Hraungerði Jónssonar í Ölves-
holti í Flóa, Einarssonar. Þau hjón, Margrét og
Guðni, voru ágætir gestgjafar og nutu almennings
hylli, og þegar það fréttist, að þau færu þa'ðan, kom
grein í Þjóðólfi, og þess var getið til, að margur
mundi sakna þeirra, sem og var. Guðni var mesti
dugnaðarmaður. Bætti hann húsakynni og stækk-
aði túnið. Hann sókti um nýbýlarétt á Kolviðarhóln-
um til Ölfushrepps, sem honum var veittur. Innti
hann af hendi allar þær jarðabætur, sem nýbýla-
réttur áskilur. Afgirti hann stórt land undir suð-
urhlið Húsmúlans, sem varð með vörninni slægju-
land. Ennfremur afgirti hann nokkuð af flötunum
fyrir norðan „Hólinn“, sem hann gjörði að túni.
Nú fóru vetrarferðir að færast í vöxt, og þá jafn-
framt þurfti meiri aðdrátt af heyi. Fór hann þvi
fram á það við sýslunefnd Árnessýslu, að styrkur
sá, er veittur var úr sýslusjóði til heyöflunar, yrði
hækkaður, enda mun sýslunefnd hafa hækkað styrk-
inn upp í 100 krónur. Ennfremur fékk Guðni 15°
krónur úr jafnaðarsjóði til þess að stækka gripa-
hús fyrir ferðamannahesta 0g geldneyti, sem seld
voru til slátrunar í Reykjavík. Einu sinni lét amts-
sjóður hann fá 200 krónur í viðurkenningarskyni.
óefað fyrir jarðabætur, þótt þess sé ekki getið.
Árið 1906 fluttist Guðni burt frá Kolviðarhóli.
og fer þangað þá Sigurður Danielsson, bóndi á