Blanda - 01.01.1936, Page 381
375
og af öllum reikningsskap af Hólastaöarjörðum
milli Vargjár og Mýrakvísiar.?-) Það skjal bendir
frá þeirri sögn, sem um Ara hefir gengið, aö hann
hafi verið mjög fátækur. Ef svo hefði verið, er ólík-
legt, a'ð Ólafur biskup hefði fengið honum umboð
þetta, svo féglöggur sem biskup þessi var. Ólafur
hefir sennilega kunnaö bezt við að fá þeim einum
umboð stólseignanna, sem tryggingu gátu sett fyrir
góðum skilum. Og ekki getur annars, en að Ari hafi
staðið full skil á umboöinu. Sigurður príor og Jón
Ólafsson faðir hans hafa ekki heldur veriS blá-
snauSir, sem sjá má af samtíöa skjölum. Jón Ólafs-
son kemur viö tvo gerninga í Hörgárdalnum 1439
1) D.I. VI, ur. 188, bls. 186—187. Elín Magnúsdóttir
kona Ara átti systur, sem Halldóra hét, er Björn Einars-
son átti. önnur systir Elinar gæti verið Steinunn Magn-
úsdóttir kona Helga, bróður Ara. Helgi bjó í Öxnafelli.
1483 seldu þau Helgi og Steinunn kona hans Brynjólfi
Magnússyni (frá Espihóli, Benediktssonar auðga á Drafla-
stöðum, Brynjólfssonar rika á Ökrum) Hallgi'.sstaði í
Fnjóskadal, fyrir lausafé (D.í. VI. nr. 445 og 446, bls.
502—504). Hallgilsstaðir hafa verið málajörð Steinunnar,
en ekki arfur hennar, því að 6. nóv. 1447 er jörð þessi
talin eign Möðruvallaklausturs (D.í. IV, nr. 743, bls. 7ii)T
og hefir Sigurður príor fengið hana Helga syni sínum til
kvonarmundar. Og ekki mun Steinunn hafa verið systir
Brynjólfs Magnússonar. Hún gat því verið systir Elinar
og Halldóru, sem ef til vill hafa verið dætur Magnúsar
frá Ási í Kelduhverfi og Klyfshaga, Þórðarsonar, Magnús-
sonar. Þó er ekki víst, að svo stöddu, hver Magnús var,
faðir Elínar og Halldóru. En hvers vegna fékk Jón Arason
Ás í Kelduhverfi? Brynjólfur Magnússon og Helgi Sig-
urðsson príors hafa sennilega verið frændur á þessa leið :
Brynjólfur / Benedikt auðgi. Magnús. Brynjólfur.
ríki: I Jórunn. Jón. Siguður príór. Helgi Sigurðsson.
Því mátti Helgi ekki eiga systur Brynjólfs Magnússonar.