Blanda - 01.01.1936, Síða 387
3»i
ÆtaSizt. Og þeir, sem fengu yfirsjón klautsranna,
vöröu sjálfsagt meira fé til þeirra en aðrir. Og ekki
er ólíklegt, að Sigurður hafi fengið klaustrinu fleiri
jarðir en Reistará og Skriðuland, þótt það sjáist nú
ekki með vissu, hverjar hinar hafi verið. Enda vita
Tnenn ekki, hverjar eignir Jórunn kona Ólafs Sig-
urðssonar fékk til kaups; við hann, og ekki er heldur
neitt kunnugt um, hverjar eignir Jón átti Ólafsson,
faðir Sigurðar príors, né kona Jóns. Og nafn hennar
-og ætt þekkist elcki. Sigurður príor mun fæddur um
1405—10, en Jón faðir hans svo sem 1385. Hann
;getur því vel verið sonur Jórunnar Brynjólfsdóttur,
og á það bendir nafn Brynjólfs sonar Sigurðar prí-
ors og svo nafn Ingunnar dóttur Brynjólfs rika og
Ingunnar dóttur Ólafs Sigurðssonar, er Árni Stein-
-grímsson (Böðvarssonar) á Hjaltastöðum ætlaði að
eiga 1432, en lét svo Steinþór Jónsson fá hana, —
<eða sá varð endirinn á ráði hennar.
Ólafur faðir hennar er enn á lífi 7. Febr. 1432
(D. í. IV, nr. 534, bls. 494), og ef til vill enn 1442'.
Ingunn hefir verið miklu yngri en Jón Ólafsson
(bróðir hennar1) fædd svo sem 1395—1400. Þó
getur hún hafa verið alsystir Jóns og mun hún hafa
verið roskin, er Árni ætlaði að eiga hana, og því
1) Bróðir Jóns (og Ingunnar) hefir verið Guðmundur
ólafsson bóndi i Skagafirði 1421, en ráðsmaður í Björg-
vin 1448. Hann átti Efsta-Skriðuland i Öxnadal og seldi
l>að Gottskálki biskupi Kenikssyni 3. August 1448, D.I. IV,
nr. 764, bls. 734—5- 1421 hafði Guðmundur umboð Mar-
grétar Eiríksdóttur, ekkju Benedikts Brynjólfssonar frá
Ökrum (móðurbróður Guðmundar). Þorgeir hét enn son
■Ólafs Sigurðssonar, faðir séra Ólafs á Hólum, Húsavik og
á Bægisá, sem alkunnur er af fylgi við Ólaf biskup Rögn-
valdsson, hverju sem gegndi.
L