Blanda - 01.01.1936, Síða 399
393
eftir, sem bærinn stendur, 20—30 m. yfir sjávarmál.
Og hvaS sem nú kann aiS vera um smíðastein Skalla-
gríms og nafniö á bænum, þá er hitt víst, að þeir,
sem fara um Rauöanestanga, taka fljótt eftir því,
hve tangarnir eru margir og nesiö raufótt. Væri því
ekki meö öllu ólíklegt, að bærinn hefði fengið nafn
sitt, „Raufarnes", af nesinu, sem er svo að segja
kögrað með raufum, alla leið austan frá Saltlæk og
vestur að Langármynni. Fagurt er í Rauðanesi, bæði
til lands og sjávar. Fjallahringurinn víður og fagur,
með Oki og Eiríksjökli í austri, Snæfellsjökli og
Fagraskógarfjalli í vestur-útnorður 0g mörgum öðr-
um fjöllum og múlum, sem allt verður svo undur-
samlega fagurt í fjarlægðinni.
Þá er Baula, „blessuð fjalladrottningin“, í land-
norðri, skrautleg og fögur sem sólaruppkoma á vor-
in. Ekki má gleyma Hafnarfjalli, sem vafalaust er
hvergi eins fagurt á að líta og frá Rauðanesi að
kvöldlagi á vorin.
Það er eftirtektarvert, hve sumar jarðir eru að
kalla má þaktar í örnefnum, en aðrar eiga sér að-
eins eitt og eitt á stangli. Rauðanes er ein af þeim
jörðum, sem hefur tiltölulega mörg örnefni, bæði
á sjó og landi.
Þar sem ég tel, að ekki sé rétt, að örnefni jarða
glatist með öllu, — en á því er mikil hætta með
tíðum ábúendaskiptum, — þá hef ég skrifað upp
örnefnin á landareigninni Rauðanesi á Mýrum, og
fara þau hér á eftir.
II.
Ömefnin.
Vindás nær frá hjallveggnum að fjósinu, sem
stendur norður við traðirnar, ásamt heyhlöðu og
hesthúsi. Þar fyrir vestan eru Flatirnar og Mýrin,