Blanda - 01.01.1936, Page 401
395
nrssker. Þar urpu hrafnarnir á vorin. Þar austar
og örstutt frá er Litlilækur, smáspræna, stundum
þurr. Austar og nor'Öur lengra meÖ sjónum eru
Lönguklettar, sem ná alla leið aS Saltvognum, en
hann er á landamærum RauSaness og ÞursstaSa. Ef
gengiö er eftir Lönguklettum, mundi þaö veröa 15
—20 mín. gangur; svo langir eru þeir. Ef fara á
fjöruveg frá Rauöanesi suöur í Borgarnes, er lagt
út á fjörurnar frá Saltlæknum. Fleiri örnefni eru
•ekki meö sjónum aö austan. Upp frá Borgarlend-
ingu liggja tvö holt, og heita þau Dagmálaholt einu
nafni. Þá voru dagmál í Rauðanesi, er sólina bar yfir
þau holt. Hádegi í Rauðanesi var miöaö viö enda
Hafnarfjalls. Svo sem 3—5 mín. gang í noröur
frá Borgarlendingu er Kirkjuholt. Þá Kúalág 2—3
mín gang í austur. Þaö holt er meö lægö í miðju.
Þar hjá er RauiSamýrartjörn, sem stundum þornar
á sumrum. í landnoröur þaöan, 5—8 mín. gang, er
Hrossastapi. Sex til átta mín. gang í noröur þaðan
eru Sindurholtin tvö. Á Sindurholtunum hefur fund-
izt járnarusl og sindur, einkum austan til á þeim.
Miðmorgunsholt ber í mið Sindurholtin, austan frá
Rauðanesi að sjá. Þá var miður morgun á Rauða-
nesi, er sólina bar yfir þau.
í norður frá Sindurholtunum er Kerlingarhamar
og Miðaftansholt, og er sund á mili. Þá var miður
aftan í Rauðanesi, þegar sólina bar yfir þann ham-
ar. Frá Túnkeldunni, sem er fyrir austan túnið og
■upp ai öllum Rauðanesstöngum og upp fyrir Mið-
aftansholt og austur að Saltlæk, sem, eins og áður
er sagt, skiptir löndum milli Rauðaness og Þurs-
staða, er mýrarfláki. í þeirri mýri, vestan Sindur-
holta, er mótak, og mórinn þurkaður á holti þar
rétt hjá, sem heitir Kelduholt. Þriggja til fjögra
mín. gang í vestur þaðan er Túnkeldan, sem kem-