Blanda - 01.01.1936, Page 402
396
ur úr mýrinni fyrir ofan og rennur neöan til i
stokk út í sjó. Þar var ullin þvegin á vorin. Of-
anskráS örnefni eru í austur-landnoröur frá bæn-
um.
Verður nú haldið í vestur-útsuður frá bænum. Þar
eru þessi örnefni: Niður við sjóinn, 2—3 mín. gang
i útsuður frá bænum, eru Nónklettar; þá var nón
i Rauðanesi, þegar sólina bar yfir þá kletta. Tveggja
til þriggja mín. gang þaðan í vestur er Húsaholt.
Þar hjá er Lómatjörn og Skotholt rétt hjá. Þar vest-
ar með sjónum er Stekkjarhöfði. Háirimi er í út-
norður frá Stekkjarhöfða og rétt hjá honum. í
vestur þaðan, 2—3 mín. gang, er Lambabani og
Tófuklettur, einn sér, hjá honum. Frá Tófukletti er
5—8 mín. gangur í útsuður að Tjaldhöfða, og er
Stórhöfði þar aðeins neðar. Sex til átta mín. gang
norðan og vestan StórhöfíSa er Klifið, sem kallaÖ er,
og er þá komið að Vikinni, sem Háfslækur rennur
fram um, en sá lækur skiptir löndum í útsuður, vest-
ur og útnorður frá bænum séð, milli Rauðaness og
Ánabrekku. Skammt upp með Víkinni, við Háfslæk,
eru Réttarklettar. Þar hjá eru tveir klettar, sem
einu nafni heita Háfsklettar. Kýrholt er 5—7 mín.
gang í norður þaðan. Þar, ofur lítið ofar, eru Stein-
bogahólar og Jónsstekkur hjá, en lægð á milli. -—
Fleiri örnefni eru ekki í vestur-útsuður frá bæn-
um.
Heima við túngarð er Grafarholt og Torfholt
fyrir vestan. Þar var torf þurkað. Þar er og lítið
mýrarsund; þar var torfrista. Fimm til átta mín.
gang vestur af Brattholti er Eyjalambaholt, rétt við
Háfslæk. Þar vestur af og út í Háfslæk eru Roll-
eyrar, umflotnar þegar háflóÖ er. Fimm til átta
mín. gang þaÖan eru Kúabrekkur. Örskammt í austur
þaðan er Langimelur. Norðan af Kúabrekkunni er